fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fréttir

Vaxandi ókyrrð í Rússlandi – 18 stjórnmálamenn krefjast afsagnar Pútíns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 07:14

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar 18 stjórnsýsluhverfa í Moskvu, St Pétursborg og Kolpino hafa skrifað undir kröfu um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segi af sér embætti.

Þetta sést á mynd af listanum sem var birt á Twitter í gær af Ksenia Thorstrom, leiðtoga Semenovsky hverfisins í St Pétursborg. CNN skýrir frá þessu.

Fram kemur að í yfirlýsingunni segi meðal annars að aðgerðir Pútíns séu „skaðlegar fyrir Rússland og framtíð íbúa landsins“.

Bæjarstjórnin í Lomonovsky-hverfinu í Moskvu skrifaði einnig að stefna Pútíns sé „algjörlega úrelt og standi í vegi fyrir þróun Rússlands og mannauðs landsins“.

Í síðustu viku hvöttu félagar í Smolninskoye-hverfinu í St Pétursborg til þess að Dúman, rússneska þingið, ákæri Pútín fyrir landráð. Margir þessara einstaklinga hafa nú verið kærðir fyrir að gera lítið úr rússneska hernum en þung refsing liggur við brotum af því tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú

Fórnarlamb hnífstunguárásar í Grindavík á yfir höfði sér ákæru fyrir íkveikju á Ásbrú
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag

Svona lítur veðurspáin út fyrir næstu daga – Dregur til tíðinda á föstudag
Fréttir
Í gær

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband

Uppsagnir í sparnaðarskyni hjá ríkislögreglustjóra í gær – Stjórnendaráðgjafinn ráðinn í fullt starf eftir að RÚV hafði samband
Fréttir
Í gær

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“

Jakub krefst skaðabóta frá sýslumanni og þeim sem komu að sölunni – „Hægt hefði verið að koma í veg fyrir þessa niðurstöðu“