fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Ók á 200 km/klst

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 06:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 00.19 ætluðu lögreglumenn að stöðva akstur ökumanns sem ók bifreið sinni á miklum hraða um Reykjanesbraut á leið í Hafnarfjörð. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum og jók hraðann. Talið er að hann hafi ekið á um 200 km/klst. Hann ók inn í Hafnarfjörð þar sem hann stöðvaði og hljóp á brott. Hald var lagt á bifreiðina vegna rannsóknar málsins.

Fimm ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þrír þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og einn um vörslu fíkniefna.

Einn ökumaður var kærður fyrir notkun farsíma í akstri.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi var tilkynnt um innbrot í íbúðarhús síðdegis í gær. Húsráðandi dvelur á sjúkrahúsi og hafði einhver nýtt tækifærið og brotist inn og stolið verðmætum.

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um eld í íbúðagangi við bílakjallara í Miðborginni. Slökkvilið kom á vettvang. Talið er að um rafmagnsbruna í loftljósi hafi verið að ræða. Skemmdir voru minniháttar.

Í Miðborginni var maður í annarlegu ástandi handtekinn á tíunda tímanum eftir ítrekuð afskipti lögreglunnar. Hann er grunaður um rúðubrot og var vistaður í fangageymslu.

Á fjórða tímanum í nótt var kona, sem var í annarlegu ástandi, handtekin í Miðborginni. Hún fór ekki að fyrirmælum lögreglu, er grunuð um þjófnað og vörslu fíkniefna. Hún var vistuð í fangageymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt