fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Talið verulega líklegt að það gjósi á næstunni – Mikið flæði – Grímsvötn bæra einnig á sér

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 06:40

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum í gær þá telja sérfræðingar verulegar líkur á að eldgos hefjist á Reykjanesskaga á næstu dögum eða vikum. Þá eru Grímsvötn farin að bæra á sér og ekki útilokað að þar gjósi á næstunni.

Vísindamenn hjá Veðurstofu Íslands gerðu líkön, byggð á gervihnattagögnum, í gær sem sýna aflögun jarðskorpunnar. Benda þau til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, á um eins kílómetra dýpi undir yfirborðinu. Talið er að kvika flæði inn á tvöfalt meiri hraða en fyrir gosið í mars á síðasta ári. Morgunblaðið skýrir frá þessu.

Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, sagði að í gær hafi byrjað að rjúka úr jörðu á gosstöðvunum frá í mars og virðist það vera leið fyrir gas til að komast upp. Hún sagði þetta merki um að kvika sé nálægt yfirborðinu.

Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu síðdegis í gær þar sem sagði að nú virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni og eins og staðan var síðdegis í gær. Á síðasta ári gerðist hið sama og var þá fyrirboði gossins. „Innskotið nú er meðfram nyrðri hluta kvikugangsins frá í fyrra og nær frá miðju gangsins hálfa leið að Keili. Líkurnar á því að það gjósi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa því aukist og eru taldar verulegar,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Ellefu ár eru liðin síðan Grímsvötn gusu síðast og þykir það langur tími því þar gýs venjulega á tíu ára fresti sagði Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við mbl.is.

Fluglitakóða Grímsvatna var breytt úr grænum í gulan í gær í kjölfar þess að nokkrir skjálftar, yfir 1 að stærð, mældust þar. Sá öflugasti var 3,6. Þykir skjálftavirknin í Grímsvötnum vera meiri en eðlileg bakgrunnsvirkni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“

Eitt stórt drullusvað að eldgosinu – „Þeim er alveg sama um hvað fólki finnst. Þetta snýst allt um peninga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni

Súlunesmálið: Blóðslettur víða um húsið og lögregla óttast ofríki Margrétar gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi

Trump leggur 15 prósent toll á vörur frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“

Sveinn Gauti sakar Moggann um falsfréttaflutning – „Fréttir sem þessar draga að ósekju úr trausti almennings“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins

Sveitarstjóri sakar Heimildina um aðför að börnum – Gerir orð íbúa að orðum miðilsins