fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Segja að Rússar hafi misst „tugi þúsunda hermanna“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 06:10

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, að bæta 137.000 hermönnum við rússneska herinn mun líklega ekki auka bardagagetu hersins í Úkraínu mikið.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins, um stöðu stríðsins, frá í gær. Einnig kemur fram að það sé mat ráðuneytisins að Rússar hafi misst „tugi þúsunda hermanna“ á þeim rúmu sex mánuðum sem stríðið hefur staðið yfir og að þeir eigi í erfiðleikum með að fylla upp í skarð þeirra. Meðal ástæðna fyrir því er að þeir sem gegna herskyldu eru ekki skyldugir til að gegna henni utan Rússlands.

Rússar halda tölum um mannfall leyndum en Úkraínumenn skýra daglega frá áætluðu mannfalli rússneska hersins. í síðustu tilkynningu frá þeim kemur fram að þeir hafi fellt 46.500 rússneska hermenn. Ekki er hægt að staðfesta þessa tölu sem er mun hærri en þær tölur sem vestrænar leyniþjónustustofnanir og hernaðaryfirvöld setja fram.

Samkvæmt tölum frá bandarískum sérfræðingum þá hafa allt að 80.000 rússneskir hermenn verið gerðir óbardagafærir frá upphafi stríðsins og eru bæði fallnir og særðir hermenn inni í þessari tölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla

Frosti fordæmir frétt um hópnauðgun – „Hættuleg sorpblaðamennska“ – Segir að Frettin.is komi óorði á smærri fjölmiðla
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu