fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Nágranni segir hinn grunaða hafa sýnt af sér ógnandi hegðun – „Þetta er hræðilegt en maður hefur verið að bíða eftir þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. júní 2022 14:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nágranni manns sem nú er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á laugardagskvöldið, segir að hinn grunaði hafi lengi sýnt af sér sérkennilega og stundum ógnandi hegðun. Hann segir hann meðal annars hafa verið til umræðu í íbúahópi fyrir hverfið á Facebook fyrir nokkrum árum vegna þess að hafa stundað að sparka í hunda.

„Hann er líka stór og sver og það gerir hann meira ógnvekjandi,“ segir maðurinn í viðtali við DV. Hinn grunaði er fæddur árið 2001 og býr ásamt móður sinni í risíbúð í húsi við Barðavog þar sem hinn hörmulegi atburður átti sér stað. Hinn látni er talinn vera nágranni mannsins en ekki hefur fengist staðfest að hann búi í sama húsi.

„Þessi strákur hefur verið dálítil plága í hverfinu, sérstaklega fyrir nokkrum árum en ég myndi segja að hann hafi ekki verið til mikilla vandræða undanfarið. Mamma hans ræður ekki við hann og hann ætti fyrir löngu að vera kominn í eitthvert úrræði. Þetta er áfellisdómur yfir heilbrigðiskerfinu.“

Aðspurður hvort nágrannar séu slegnir óhug segir maðurinn svo vissulega vera en bætir við: „Þetta er hræðilegt en maður hefur verið að bíða eftir þessu.“

Lögregla var kölluð til tvisvar að húsinu á föstudag vegna framferðis mannsins. Móðir viðmælanda DV sá hann þá híma fyrir utan heimili sitt og yfirbragð hans var mjög sérkennilegt. „Hún sá ástæðu til að tékka á því hvort ekki væri allt í lagi hérna heima. Hann hefur samt aldrei ógnað neinum hér beinlínis en hann hefur samt vakið fólki ugg.“

Nágrannar sáu hinn látna liggja á jörðinni

Svo virðist sem átök mannanna tveggja hafi borist út fyrir húsið því foreldrar viðmælanda DV sáu hinn látna liggja á jörðinni fyrir utan húsið eftir að lögregla kom á vettvang. Sáu þau áverka á höfði hans. Segir maðurinn að þetta leggist mjög þungt á móður hans sem sé viðkvæm.

„Foreldrar mínir sjá manninn liggjandi látinn í jörðinni og strákurinn í járnum,“ segir maðurinn sem telur að lögregla hafi reynt að veita þolandanum fyrstu hjálp á vettvangi en án árangurs.

Maðurinn segist ekki vita til að hinn grunaði hafi verið í neyslu og telur vandamál hans stafa af öðru. Hann hefði fyrir löngu þurft að fá viðeigandi hjálp í heilbrigðiskerfinu.

Lögreglan girti af hluta af götunni

„Lögreglan girti af einhver fimm hús, þar á meðal húsið sem ég bý í, en það eru engin ummerki núna, þeir gengu frá öllu í gærkvöld og tóku virkilega vel til eftir sig,“ segir maðurinn, en enginn ummerki sjást lengur um vinnu lögreglu á vettvangi sem gekk hratt og vel fyrir sig í gærkvöld.

„Það er sérkennilegt að sjá engan bíl lengur hérna í bílastæðinu. Hér voru borðar strengdir yfir í gærkvöld þegar ég kom heim,“ segir viðmælandi DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“