fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fréttir

Íslenska ríkið viðurkennir brot í mörgum málum hjá Mannréttindadómstólnum – Dæmdir fyrir nauðgun, spillingu og fíkniefnasmygl

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júní 2022 09:00

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn kærendum í fjórtán málum sem hafa verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu (MDE). Dómstóllinn hefur lokið meðferð sextán mála sem eru af sama meiði og Landsréttarmálið. Kærendur fá málskostnaðinn greiddan og eiga þess kost að krefjast endurupptöku mála sinna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í málunum fjórtán, sem ríkið viðurkennir brot í, eigi kærendurnir það sameiginlegt að einhver þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem dómur MDE í Landsréttarmálinu nær yfir, dæmi í máli þeirra.

Ákvörðun MDE var birt í gær en samkvæmt henni lýkur málunum með vísan til yfirlýsingar íslenska ríkisins. Það lýsir því yfir að brotið hafi verið á kærendum, að hver þeirra fái greiddar 4.000 evrur í málskostnað og einnig lýsir ríkið því yfir að þeir geti krafist endurupptöku sinna mála hjá endurupptökudómi.

Meðal þeirra sem kærðu eru Jens Guðmundsson, fyrrum rannsóknarlögreglumaður, sem var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrri spillingu og brot í starfi. Eldin Skoko og Fjölnir Guðsteinsson sem voru dæmdir fyrir nauðgun og Otto Örn Þórðarson sem var dæmdur fyrir smygl á amfetamíni.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu ítrekað

Ákærður fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu ítrekað
Fréttir
Í gær

Rússneska sendiráðið segist ekki bera ábyrgð á netárás á vef Fréttablaðsins í morgun – „Mér finnst þetta ekki hörð viðbrögð í málinu“

Rússneska sendiráðið segist ekki bera ábyrgð á netárás á vef Fréttablaðsins í morgun – „Mér finnst þetta ekki hörð viðbrögð í málinu“
Fréttir
Í gær

Reyndi að skalla lögreglumann

Reyndi að skalla lögreglumann
Fréttir
Í gær

Sölvi Tryggvason á fulla ferð að nýju – Birtir fjögur ný hlaðvarpsviðtöl á heimasíðu sinni

Sölvi Tryggvason á fulla ferð að nýju – Birtir fjögur ný hlaðvarpsviðtöl á heimasíðu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drífa Snædal segir af sér

Drífa Snædal segir af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir að Gabríel sé með sig á heilanum – „Aumkunarverður maður það skásta sem ég get sagt“

Sólveig Anna segir að Gabríel sé með sig á heilanum – „Aumkunarverður maður það skásta sem ég get sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði í garð lögreglunnar vegna meints hatursglæps á Hellu – „Óþolandi og með öllu ólíðandi“

Reiði í garð lögreglunnar vegna meints hatursglæps á Hellu – „Óþolandi og með öllu ólíðandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrabörnin áttu sviðið á Ólympíuskákmótinu – Heimsmeistarinn Magnus Carlsen gat ekki bjargað Norðmönnum frá ótrúlegum hörmungum

Undrabörnin áttu sviðið á Ólympíuskákmótinu – Heimsmeistarinn Magnus Carlsen gat ekki bjargað Norðmönnum frá ótrúlegum hörmungum