fbpx
Þriðjudagur 04.október 2022
Fréttir

115 hermenn reknir úr einkaher Pútíns – Neituðu að berjast í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. maí 2022 07:00

Rosgvardia er einkaher Pútíns. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2016 setti Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sérstakan her á laggirnar. Hann nefnist Rosgvardia og hefur verið kallaður „einkaher Pútíns“. Þetta eru úrvalssveitir þar sem bestu hermenn landsins gegn störfum. Auk þess eru liðsmenn hersins taldir þeir sem Pútín getur treyst best á hvað varðar hollustu við hann. Opinberlega var sagt að herinn ætti að takast á við hryðjuverkastarfsemi.

En þessi einkaher Pútíns er einna helst þekktur fyrir að taka af mikilli hörku á fólki sem mótmælir Pútín og stjórn hans.

The Guardian segir að 115 hermenn hafi nú verið reknir úr einkahernum því þeir neituðu að berjast í Úkraínu. Segir blaðið að þetta sé skýrasta dæmið, sem hefur komið fram innan rússneska hersins, um andstöðu hermanna við stríðið í Úkraínu.

Hermennirnir eru sagðir vera ósáttir við að hafa verið reknir og réðu lögmann til að fara með málið fyrir dóm. Dómari kvað upp dóm í síðustu viku og komst að þeirri niðurstöðu að yfirmönnum hersins hefði verið heimilt að reka þá úr hernum fyrir að neita að berjast í Úkraínu.

Mikhail Benyash, lögmaður, segir að mörg hundruð rússneskir hermenn hafi sett sig í samband við hann og starfsbræður hans til að fá ráð um hvernig þeir geti sloppið við að berjast í Úkraínu. Hann sagði að meðal annars hafi 12 liðsmenn Rosgvardia haft samband.

Eins og DV fjallaði um nýlega þá geta rússneskir hermenn neitað að berjast í Úkraínu án þessa að vera refsað fyrir það. Ástæðan er að Pútín hefur ekki lýst yfir stríði og þar með opnast útgönguleið fyrir hermennina.

Pútín hefur ekki lýst yfir stríði – Opnar útleið fyrir rússneska hermenn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Norðmenn kalla mörg þúsund heimavarnarliða til starfa

Norðmenn kalla mörg þúsund heimavarnarliða til starfa
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“

Nemandi í MH: „Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Nafn hins látna í harmleiknum í Ólafsfirði

Nafn hins látna í harmleiknum í Ólafsfirði
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Öflug sókn úkraínska hersins í suðri – Sækir fram á tvennum vígstöðvum

Öflug sókn úkraínska hersins í suðri – Sækir fram á tvennum vígstöðvum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bretar munu styðja Úkraínu þar til sigur hefur unnist á Rússum

Bretar munu styðja Úkraínu þar til sigur hefur unnist á Rússum
Fréttir
Í gær

Guðrún Óla nýr ritstjóri Vikunnar

Guðrún Óla nýr ritstjóri Vikunnar
Fréttir
Í gær

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Ástralar með nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi