fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ölgerðin fyrst til að fá sjálfbærnistaðfestingu SBTi

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 20. maí 2022 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ölgerðin ætlar að vera í framvarðarsveit íslenskra fyrirtækja og setja aukin kraft í að bæta ferla fyrirtækisins út frá hringrásarhagkerfinu með því meðal annars að draga úr sóun, létta plastumbúðir, auka endurunnið PET í plastflöskur, minnka kolefnisspor umbúða, auka innlenda framleiðslu drykkja sem minnkar kolefnislosun og endurnýta glatvarma frá gufukerfum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri sjálfbærniskýrslu Ölgerðarinnar.

Í skýrslunni er stefnu fyrirtækisins til 2024 lýst en þar segir að vöxtur, fjölbreytileiki, stafræn þróun og sjálfbærni verði að leiðarljósi og daglega sé unnið í umbótaverkefnum. Þá segir í skýrslunni að Ölgerðin ætli sér að stækka með hagkvæmum hætti og styðja þannig við hagvöxt og atvinnu.

Því verði meðal annars náð fram með aukinni framleiðni og lágmörkun á umhverfisáhrifum. Ennfremur segir að Ölgerðin sé eitt af fimm íslenskum félögum sem hafi skuldbundið sig til að vinna eftir markmiðum um sjálfbærni byggðum á vísindalegum grunni og það eina sem hefur fengið markmið sín staðfest af samtökunum SBTi.

Þá er í skýrslunni að finna upplýsingar um vistferlisgreiningu EFLU verkfræðistofu um áhrif innlendrar framleiðslu drykkjarvara í stað innflutnings og segir í niðurstöðunni að munurinn á kolefnislosun sé allt að 589%.

Hér er hægt að nálgast sjálfbærniskýrslu Ölgerðarinnar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi