fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Úkraínumenn segjast hafa náð að rússnesku landamærunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 06:59

Úkraínskir hermenn við merki á landamærum Úkraínu og Rússlands. Mynd:Úkraínski herinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær tilkynnti úkraínski herinn að tekist hefði að hrekja rússneskar hersveitir, sem höfðu sótt að Kharkiv, að rússnesku landamærunum. Ekki nóg með það því úkraínskar hersveitir eru komnar að landamærunum að sögn Oleh Sinegubov héraðsstjóra.

Kharkiv er næst stærsta borg Úkraínu og hafa Rússar reynt að ná henni á sitt vald um hríð en nú virðist Úkraínumönnum hafa tekist að hrinda sókn þeirra og hrekja þá frá svæðum nærri borginni.

BBC skýrir frá þessu. Úkraínska varnarmálaráðuneytið birti myndband, að sögn BBC, þar sem úkraínskir hermenn sjást við merki á landamærum ríkjanna og segir einn þeirra: „Við erum komnir, við erum hér.“

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir úkraínskir hermenn komust að landamærunum né hvar þeir komu nákvæmlega að þeim.

Ef þessar upplýsingar eru réttar er það mikið áfall fyrir Rússar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi