Gabríel var fyrr á þessu ári dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fíkniefnalagabrot, brot gegn valdstjórninni og endurteknar líkamsárásir. Þau brot voru framin eftir ránið sem Gabríel hefur nú verið dæmdur fyrir og fékk hann því hegningarauka sem samsvarar þeirri refsingu sem hann hefði fengið ef málin hefðu verið dæmd saman.

Strauk úr Héraðsdómi

Að kvöldi þann 19. apríl síðastliðinn lýsti lögreglan eftir Gabríel eftir að hann strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur þegar mál hans var þar til meðferðar. Málið vakti mikla athygli, ekki síst vegna þess að lögreglan hafði tvívegis afskipti af röngum dreng þegar verið var að leita að Gabríel.

Þann 22. apríl fannst Gabríel í sumarbústað á höfuðborgarsvæðinu. Þar var hann handtekinn og færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Fimm aðrir voru handteknir í tengslum við leitina og voru þeir allir færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu. Þeim var síðar sleppt úr haldi lögreglu en rannsókn á meintum þætti þeirra í málinu beinist að því hvort brotamanni hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku.