fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Sigurður Ingi biðst afsökunar á „óviðurkvæmilegu orðunum“ – „Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 4. apríl 2022 14:58

Sigurður Ingi Jóhannsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur beðist afsökunar á ummælum sínum sem hann lét falla um Vigdísi Häsler á gleðskap sem haldinn var í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hún fullyrðir að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli á gleðskapnum en Sigurður Ingi á að hafa vísað til Vigdísar sem „hinnar svörtu“ samkvæmt heimildum DV.

Í gærkvöldi steig Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, fram og sagði að um algjört bull væri að ræða því að hún hafi verið við hlið Sigurðar Inga þegar atvikið átti að eiga sér stað. Þessi ummæli hennar vekja nú sérstaklega furðu þar sem Sigurður Ingi hefur nú viðurkennt að hann hafi látið „óviðurkvæmileg orð falla“.

Vigdís vísaði í viðbrögð Ingveldar í yfirlýsingu sinni um málið og sagði að aðstoðarmaður ráðherrans hafi ekki verið við hlið hans þegar ummælin féllu. Þá sagði hún það vera særandi að Ingveldur hafi reynt að gera lítið úr hennar upplifun.

Afsökunarbeiðni Sigurðar Inga má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

„Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina