fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Vanheill maður skelfir íbúa í miðborginni – Gekk berserksgang með járnrör – „Þessi maður þarf öryggisvistun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glerbrotum rigndi þegar maður gekk berserksgang aðfaranótt 1. mars, ofarlega á Laugavegi. Maðurinn var með járnrör í hendi sem hann lét dynja á bílum. Skemmdi hann nokkra bíla, þar á meðal þann sem meðfylgjandi myndir eru af.

Íbúar á hluta Laugavegar, við Njálsgötu og Barónsstíg, þekkja til mannsins en hann býr á opnu sambýli í hverfinu. Telja íbúarnir manninn hættulegan og hann eigi heima í öryggisvistun en ekki á sambýlinu þar sem hann býr. „Fólk er komið með upp í kok, þessi maður þarf öryggisvistun og ekkert minna,“ segir íbúi á svæðinu.

Íbúinn segir að maðurinn hafi brotið gluggarúðu heimili í hverfinu fyrir nokkrum vikum. „Honum var troðið inn á sambýli þar sem fíklar og alkar búa í sátt og samlyndi alla jafna.“ Segir konan ekki ganga að borgin losi sig við fólk inn á næsta sambýli þegar um sé að ræða einstaklinga sem þurfa önnur úrræði.

Í umræðuþræði í íbúahópi á FB staðhæfir ein kona að maðurinn hafi áður verið að skemma bíla á svæðinu:

„Ég held að það sé sami maður að gera þetta ítrekað – fyrir ekki svo löngu rústaði hann bílum með kúbeini og þar á meðal bíl sonar míns. Þar á undan gekk hann á húsin og braut rúður í þeim.“

Fleiri íbúar stíga fram og greina frá skemmdum á bílum sínum og birta myndir af þeim.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi