fbpx
Mánudagur 30.janúar 2023
Fréttir

Setja verðþak á rússneska olíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. desember 2022 09:19

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB hefur ákveðið að setja verðþak á rússneska olíu og verður það 60 dollarar á tunnu. Markmiðið með þessu er að takmarka tekjur Rússa af olíusölu en um leið tryggja jafnvægi á framboði á olíu á heimsvísu.

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar náðu aðildarríki ESB og fleiri fljótt samstöðu um ýmsar refsiaðgerðir gegn Rússum en það reyndist erfiðara að ná samkomulagi um refsiaðgerðir sem beinast gegn orkusölu Rússa þar sem óttast var að refsiaðgerðir gætu raskað jafnvæginu á heimsmarkaðinum og þar með haft neikvæð áhrif á efnahagsmál heimsins.

Verðþakið þýðir að ESB-ríkin ákveða hversu mikið má greiða að hámarki fyrir rússneska orkugjafa. Þannig verður það, fræðilega séð, ESB sem ákveður verðið en ekki Rússland.

G7-ríkin, sem eru sjö stærstu efnahagsveldi heims, höfðu áður náð saman um að setja verðþak upp á 65-70 dollara á hverja tunnu af rússneskri olíu en aðildarríki ESB áttu eftir að koma sér saman um hvort og þá hvernig þau myndu styðja við þetta verðþak.

Nokkur ríki, til dæmis Þýskaland, Danmörk og Holland, höfðu áhyggjur af að Rússar myndu finna aðra kaupendur að gasi ef ESB gripi inn í verðið á markaðnum.

Sérfræðingar segja að nú verði spennandi að sjá hvort ríki á borð við Kína og Indland, sem kaupa mikið af rússneskri olíu, muni taka þátt í þessu verðþaki eða hvort þau muni nýta sér þetta til að semja um enn lægra verð á rússneskri olíu. Það er það sem G7-ríkin vonast til að gerist.

Vladímír Pútín sagði í september að verðþak á rússneska olíu væri heimskuleg hugmynd sem gæti endurkastast á Evrópu eins og búmerang. Um helgina boðaði talsmaður hans viðbrögð frá Pútín fljótlega vegna ákvörðunar ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi

Alvarlegt umferðarslys á Seltjarnarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“

Helga Gabríela svarar fyrir storminn á Twitter – „Síðasta ár hefur verið eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Kolbrún komin heim