fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Alma boðar risahækkanir á húsaleigu til flóttamanna – Úr 170 þúsund upp í 305 þúsund

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. desember 2022 13:30

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma íbúðafélag hefur boðað allt að 114 prósenta hækkun á húsaleigu til úkraínskra flóttamanna sem búa í fjölbýlishúsi að Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Stundin greinir frá.

Núverandi leigusali flóttamannanna er leigufélagið Einhorn en Alma tekur við í lok mars, þá rennur leigusamningurinn út. Um er að ræða 16 íbúðir og samkvæmt grein Stundarinnar verður meðalhækkun á leigunni 83 prósent.

Núverandi leigusali, Einhorn, er góðgerðarfélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni og hefur leigan verið hagstæð. Alma vill hins vegar fá markaðsverð fyrir leiguna.

Dæmi um hækkun sem Stundin tilgreinir er úr 170 þúsund krónum á 89 fermetra íbúð upp í 305 þúsund krónur.

Flóttamennirnir hafa fengið bréf þar sem þeim hefur verið gert að svara því fyrir 9. desember hvort þeir hyggist framlengja leigusamninginn.

Bæjarstjóri Garðabæjar, Almar Guðmundsson, hefur heitið því að bæjarfélagið muni koma flóttamönnunum til hjálpar og brúa bilið með einhverjum hætti.

Fasteignin er nú þegar í eigu Ölmu, sem keypti hana af fasteignafélaginu Kaldalóni í byrjun þessa árs. Alma ákvað að framleigja húsið til góðgerðarfélagsins Einhorns, sem gerði eins árs leigusamning við flóttamennina. Alma ætlar hins vegar að taka yfir leiguna þegar samningurinn rennur út, með fyrrgreindum afleiðingum, stórhækkun á leigu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð