fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Pútín aflýsir árlegum fréttamannafundi sínum – Er ekki í neinum vafa um ástæðuna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. desember 2022 08:04

Vladimir Pútín. Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verður enginn fréttamannafundur í ár,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður ráðamanna í Kreml, í gær um árlegan fréttamannafund Vladímír Pútíns, forseta. Þessi fréttamannafundur er venjulega haldinn skömmu fyrir áramót og er um stóran pólitískan viðburð að ræða og hefð. Tekur fundurinn venjulega margar klukkustundir og fá fréttamenn tækifæri til að spyrja Pútín um ýmislegt.

En ekki í ár. Fréttamenn fá ekki tækifæri til að leggja spurningar fyrir Pútín að þessu sinni. Peskov gaf ekki upp neina ástæðu fyrir þessu.

Flemming Splidsboel, sem er sérfræðingur í rússneskum málefnum hjá dönsku hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier, sagðist í samtali við Danska ríkisútvarpið ekki vera í neinum vafa um ástæðuna.

„Mín túlkun, sem ég er fullviss um að sé rétt, er að hann þori ekki að mæta,“ sagði hann.

Hann benti á að á slíkum fundi neyðist Pútín til að ræða um stríðið og hvernig það gengur. Hann geti ekki komist hjá því. Ef hann ræði þetta ekki muni fólk furða sig á því og hugsa með sér að þetta sé undarlegt. Þá sé betra fyrir Pútín að aflýsa fundinum.

Hann hefur haldið fréttamannafundi af þessu tagi nær árlega síðan 2001.

Splidsboel sagði að tilkynningin í gær hafi ekki komið honum á óvart. Fyrir þremur vikum benti hann á að Pútín ætti eftir að halda ýmsa opinbera atburði fyrir áramót. Venjulega noti hann þessa viðburði til að láta lofsama sig en nú sé staðan gjörbreytt í Rússlandi. „Við eigum að túlka þetta þannig að hann geti ekki gert þetta og að hann vilji ekki gera þetta,“ sagði Splidsboel.

Hann sagði að meðal mikilvægustu atburðanna sé að samkvæmt stjórnarskránni á Pútín að ávarpa þingið, báðar þingdeildirnar, og skýra frá stöðu mála í Rússlandi. Þessi árlega ræða á að vera einhverskonar tækifæri fyrir þingið til að fylgjast með því sem forsetinn og framkvæmdavaldið eru að gera. En Pútín sleppti því að halda þetta ávarp 2017 og sagðist Splidsboel telja að það geti hann einnig gert í ár án þess að athugasemd verði gerð við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Í gær

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn