fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Fullkomin vopn streyma til Úkraínu frá Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 06:04

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski varnarmálaráðherrann skýrði frá því á Twitter á þriðjudaginn að her landsins hafi nú fengið nýtt flugskeytakerfi frá Frakklandi. Það bætist við önnur stórskotaliðsvopn sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum.

Þessi vopn hafa breytt miklu varðandi gang stríðsins því þau hafa gert Úkraínumönnum kleift að ráðast á birgðaflutningalínur Rússa, bækistöðvar og birgðastöðvar langt að baki víglínunni.

Franska kerfið heitir LRU og er háþróað flugskeytakerfi. Áður höfðu Úkraínumenn fengið þrjú önnur slík kerfi, HIMARS, M270 og MARS II. LRU dregur 70 kílómetra.

Úkraínskir leiðtogar hafa beðið um fleiri langdræg vopn og loftvarnarkerfi til að styðja við árangur hersins á vígvellinum og til að geta komið í veg fyrir árásir Rússa.

Sébastien Lecorun, sem fer með málefni hersins innan frönsku ríkisstjórnarinnar, sagði fyrir um tveimur vikum að tvö LRU-kerfi yrðu send til Úkraínu. Hann sagði einnig að Frakkar muni senda Crotale loftvarnarkerfi til Úkraínu og að til standi að senda háþróuð ratsjárkerfi þangað.

Frakkar ætla einnig að taka við og þjálfa 2.000 úkraínska hermenn en ESB hefur lofað að sjá um þjálfun 15.000 úkraínskra hermanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga