Skiptum er lokið í þrotabúi starfsmannaleigunnar Verkleigunnar ehf. Fyrirtækið varð gjaldþrota um mitt ár 2018 eftir róstursöm ár í rekstri. Alls var kröfum að andvirði tæplega 320 milljónum króna lýst í búið en af þeim voru tæplega 152 milljónir samþykktar. Alls greiddust allar búskröfur að fullu, 1,3 milljónir króna og síðan fengust rétt tæplega 20 milljónir króna upp í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur.
Eigandi Verkleigunnar ehf. Ingimar Skúli Sævarsson en hann var í október 2020 dæmdur í í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttarbrot gegn skattalögum og peningaþvætti, bæði sem framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins og starfsmannaleigunnar Verkleigan og sjálfur persónulega.
Ingimar Skúli stofnaði Verkleiguna með Höllu Rut Bjarnadóttur árið 2016. Svo fór að deilur milli þeirra tveggja gusu upp og urðu fjölmiðlamatur þar sem að ásakanir gengu á víxl. Í kjölfar gjaldþrots Verkleigunnar stofnaði Ingimar aðra starfsmannaleigu, Manngildi starfsmannaþjónustu ehf., og Halla Rut starfsmannaleiguna Menn í vinnu.
Manngildi starfsmannaþjónusta ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta þann 30. október 2019. Þá hafði reksturinn verið umdeildur í meira lagi en nokkru áður hafði Ingimar Skúli verið handtekinn vegna grun sum að fyrirtækið væri að leggja stund á skjalafals með því að flytja inn starfsmenn til landsins á fölsuðum skilríkjum.