fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sérfræðingar eru sammála – Pútín gerði mistök og ber ábyrgðina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín og margir í innsta hring hans töldu það vera létt og löðurmannlegt verk að sigra úkraínska herinn og leggja Úkraínu undir sig. En það er víðs fjarri því að þannig hafi það verið. Rússneski herinn hefur reynst mun verr á sig kominn en talið var og hefur beðið fjölda ósigra í Úkraínu.

Þetta er mat norskra sérfræðinga sem ræddu við Dagbladet. Þeir segja að Pútín hafi gert „mjög alvarleg mistök“ í upphafi innrásarinnar sem eigi sinn þátt í að nú er stríðið orðið að langvarandi stríði þar sem niðurstaðan mun væntanlega ráðast af hvor aðilinn hefur meira úthald.

„Ég held að stærstu mistök Pútíns séu innlimun héraðanna fjögurra. Það er óljóst hvað var innlimað, það var ekki gerð nein trúverðug tilraun til að reyna að láta „atkvæðagreiðslurnar“ líta út fyrir að vera trúverðugar og Rússar hafa ekki hernaðarlegan styrk til að verja innlimuðu svæðin,“ sagði Iver B. Neumann, sérfræðingur í málefnum Rússlands.

Hann sagði að þetta hafi verið pólitískur leikur sem hafi ekki verið hugsaður fram í tímann og sé því ekki annað að sjá en að um mistök hafi verið að ræða.

Tormod Heier, prófessor í hernaðartækni og hernaðaraðgerðum við norska varnarmálaskólann, sagði í heildina hafi Rússland ekki verið í eins viðkvæmri stöðu og nú síðan í lok síðari heimsstyrjaldarinnar.

Hann sagði að eftir átta mánaða stríð viti ráðamenn í Kreml að stríðið hafi gengið mjög illa. Það virðist sem það fækki sífellt í þeim hópi sem Pútín treystir og þeir sem eftir séu í þeim hópi séu ekki þeir sem eru næst nútímanum.

Hann sagði að Rússar séu lélegir í nútímahernaði sem og í blendningshernaði. Það sé ekki svo gott fyrir þá því blendingshernaður þeirra beinist að viðkvæmum vestrænum samfélögum og eigi að vera miklu auðveldari en að berjast við hersveitir NATO á vígvellinum.

Dag hvern þurfi milljónir Evrópubúa að reyna að forðast að láta aðgerðir Rússa hræða sig en þeir reyna að sá efasemdum meðal almennings um getu stjórnvalda til að takast á við stríðið og allt sem því fylgir. Enn sem komið er hafi Rússum ekki tekist að stöðva stuðning Vesturlanda við Úkraínu sem fái enn vopn og mannúðaraðstoð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“