fbpx
Sunnudagur 29.janúar 2023
Fréttir

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. nóvember 2022 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn elskaðasti köttur landsins, Diego, sem má jafnan sjá bregða fyrir inni í verslunum í Skeifunni, varð fyrir bíl í morgun og er nokkuð slasaður. Var hann fluttur á dýraspítala þar sem verið er að gera að sárum hans, en ekki ert vitað um líðan hans. Frá þessu er greint í Facebook-hópnum Spottaði Diego, en það er hópur sem spratt út frá vinsæla hópnum Spottaði kött og er alfarið helgaður Diego og ævintýrum hans í Skeifunni.

Hafa margir farið í pílagrímsferð til Skeifunnar að berja köttinn augum en líklegt þykir að hitta hann fyrir í versluninni A4 þar sem hann leggur sig ofan á ljósritunarpappír. Jafnvel er það vinsælt meðal kattelskandi ferðamanna að freista þess að sjá Diego.

Vinsæla Twitter-síðan Bodega Cats hefur vakið athygli á honum og því uppátæki A4 að skrá hann sem sérstakan meðmælanda með pappír.

Rúmlega 9 þúsund manns eru í hópnum Spottaði Diego og hefur batakveðjunum rignt þar inn nú í morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frétta­vaktin: Fúk­yrði, raf­­­byssur og greddu­­menn á hvíta tjaldinu

Frétta­vaktin: Fúk­yrði, raf­­­byssur og greddu­­menn á hvíta tjaldinu
FréttirNeytendur
Fyrir 2 dögum

Óttar í ELKO segir fjölda verslana blekkja neytendur með þessum hætti

Óttar í ELKO segir fjölda verslana blekkja neytendur með þessum hætti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk

Eyjabörn voru lamin þegar þau komu upp á land og sögð vera pakk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu

Segir rússneskum foreldrum að loka börnin inni því morðingjar og nauðgarar Pútíns séu að koma heim frá Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Með einnar milljónar króna kröfu á bakinu fyrir að hafa áreitt starfskonu á veitingastað

Með einnar milljónar króna kröfu á bakinu fyrir að hafa áreitt starfskonu á veitingastað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kolbrún komin heim

Kolbrún komin heim
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum

Segir gjaldþrotahrinu yfirvofandi í veitingahúsageiranum