fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Ökumaður í vímu ók á ljósastaur og hús – Innbrotsþjófur handtekinn á vettvangi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 05:41

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 00.48 var bifreið ekið á steypuklump í Miðborginni, klumpurinn er notaður til að þrengja akbraut vegna viðgerða á henni. Við áreksturinn valt bifreiðin á hliðina, skall á ljósastaur og endaði við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Meintur ökumaður var handtekinn á vettvangi. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að sýnatöku lokinni fór hann að kvarta undan verkjum í líkamanum og var þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild.

Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um innbrot í tóbaksverslun í Miðborginni. Þar var búið að brjóta rúðu og fara inn. Maður var handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Hann var vistaður í fangageymslu.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um innbrot í bílskúr við fjölbýlishús í gærkvöldi. Þar var dýru golfsetti stolið.

Um klukkan hálf tólf var tilkynnt um þrjá menn sem voru að brjótast inn í gáma í Hafnarfirði. Þegar lögreglan nálgaðist svæðið náðu tveir þeirra að hlaupa á brott. Einn var handtekinn. Að upplýsingatöku lokinni var hann fluttur á bráðadeild þar sem hann var með sýkingu í hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku