fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Þetta fær Pútín næstum því til að virðast vera hófsamur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 20:30

Vladimir Pútín er orðinn þreyttur á gagnrýni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússlands og núverandi varaformaður öryggisráðs landsins, látið að sér kveða þegar rætt er um utanríkis- og öryggismál. Hefur hann orðið sífellt öfgafyllri.

Þetta kom meðal annars berlega í ljós þegar hann sagði að Úkraína hafi haft í hótunum um að verða kjarnorkuveldi og að það sé ástæðan fyrir innrás Rússa í landið. VG skýrir frá þessu.

Fram kemur að Medvedev hafi skrifað á Telegram að Úkraínumenn muni glaðir beita kjarnorkuvopnum gegn Rússum og eigin landsmönnum. Þeir hafi hótað að hrinda kjarnorkuvopnaáætlun sinni af stað á nýjan leik og það sé ein af ástæðunum fyrir „hinni sérstöku hernaðaraðgerð“.

Karen-Anna Eggen, sérfræðingur hjá norska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við VG að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Rússar setji ásakanir af þessu tagi fram. Þetta hafi heyrst áður, til dæmis frá Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, og þetta sé meðal þess sem sé notað til að réttlæta innrásina. Hún sagði að Medvedev sé einn margra sem hafi orðið sífellt öfgafyllri. „Þetta fær Pútín næstum því til að virðast vera hófsamur,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla