fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Segir að við þessar aðstæður gæti Pútín neyðst til að nota kjarnorkuvopn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 05:36

Macron dælir fé í herinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa farið halloka á vígvellinum í Úkraínu og samkvæmt því sem sérfræðingur einn segir þá nálgumst við þann tímapunkt þar sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, gæti neyðst til að beita kjarnorkuvopnum.

Ekki er langt síðan Rússar neyddust til að hörfa frá borginni Kherson, í samnefndu héraði, og yfir ána Dnipro. Hún er núna náttúruleg varnarlína þeirra. Peter Viggo Jakobsen, sérfræðingur við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Ekstra Bladet að það sé mjög mikilvægt fyrir Rússa að halda þessari varnarlínu því ef Úkraínumönnum tekst að brjótast í gegnum hana  sé leiðin meira eða minna opin fyrir þá til Krímskaga.

Ef þessi varnarlína verður rofin telur hann að Pútín geti neyðst til að grípa til kjarnorkuvopna. „Ég hef alltaf sagt að ef Pútín getur ekki haldið varnarlínunni við ána, þá geti hann vel tekið upp á því að nota kjarnorkuvopn og það tel ég að eigi enn við. Við erum að ræða um vígvallarkjarnorkuvopn til að reyna að fá Úkraínu og Vesturlönd til að stoppa,“ sagði hann.

Hann benti á að Krímskagi sé mjög mikilvægur fyrir Pútín og að það myndi vera mikill ósigur fyrir hann ef Úkraínumenn ná skaganum á sitt vald. „Ef Krím verður í hættu, þá er það þar sem ég sé mestu líkurnar á að kjarnorkuvopnum verði beitt. Hann hefur margoft hótað því,“ sagði Jakbosen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið