fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Pútín grípur til nýrra leiða til að reyna að snúa gangi stríðsins – Segir þetta skýra viljaskort rússneskra hermanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 06:59

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, verður sífellt örvæntingarfyllri í tilraunum sínum við að fá unga menn til að ganga til liðs við rússneska herinn svo þeir geti barist fyrir draumi hans um að endurvekja rússneska heimsveldið.

Hin „sérstaka hernaðaraðgerð“ hans í Úkraínu, sem er auðvitað ekkert annað en stríð, gengur alls ekki eins og hann gerði ráð fyrir. Rússar töldu sig geta náð markmiðum sínum á nokkrum dögum eða vikum en það hefur ekki gengið eftir. Á síðustu mánuðum hafa þeir farið halloka og Úkraínumenn hafa endurheimt mikið land sem Rússar höfðu hernumið.

Ungir Rússar eru ekki mjög fúsir til að fara í stríð fyrir Pútín og í september varð hann að grípa til þess ráðs að blása til herkvaðningar. Um 300.000 menn voru í framhaldinu kvaddir í herinn. Mörg hundruð þúsund menn, sumir telja allt að ein milljón, flúðu land vegna herkvaðningarinnar.

Nýjasta aðgerð Pútíns til að reyna að lappa upp á her sinn er tillaga um að lengja herskylduna í landinu úr einu ári í tvö.

Þetta sagði Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, í samtali við B.T. Hann sagði að almennt eigi Rússar í erfiðleikum með að fá menn til liðs við herinn og lítill baráttuvilji sé innan hersins. Hermennirnir skilji ekki af hverju það sé þörf á stríðinu og af þeim sökum skorti þá vilja til að berjast.

Fréttir hafa borist af því að varaliðshermenn hafi verið sendir á vígvöllinn eftir nokkurra vikna þjálfun og einnig hafa borist fregnir af því að menn hafi verið sendir á vígvöllinn eftir tveggja daga þjálfun.

Splidsboel sagði að í ljós hafi komið að þeir sem hafa verið kallaðir í herinn hafi skort þekkingu á hvernig vopn virki og hvernig eigi til dæmis að beita stórskotaliði og orustuþotum saman.

Hann sagði að í gegnum tíðina hafi móðurjarðarást (Rússar tala um land sitt sem móðurjörðina) átt stóran þátt í að rússneskir hermenn hafi viljað berjast fyrir land sitt en nú sé ekki lengur vilji fyrir hendi hjá þeim að fórna sér fyrir móðurjörðina.

„Rússar vilja gjarnan fara í stríð en það eru bara einhverjir aðrir sem eiga að gera það. Svo maður styður bara stríð á meðan það er eitthvað fjarlægt sem ekki snertir „mig“. Rússar glíma við þann stóra vanda að þeir geta ekki útskýrt af hverju þeir eru í stríði. Ekki í dag og ekki eftir tíu ár. Á móti vita Úkraínumenn vel af hverju þeir eru í stríði. Þeir eru að verja landið sitt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi