fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Segir þetta vera mestu hættuna sem stafar af Pútín

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 07:00

Pútín er hættulegur.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamish De Bretton-Gordon, fyrrum yfirmaður efnavopnadeildar breska hersins, segir að ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu að Vladímír Pútín muni ekki grípa til einhverskonar kjarnorkuárásar í Úkraínu. Hann sagði að taka þurfi þetta mjög alvarlega.

Í samtali við Sky News sagði hann að það sé ólíklegt að Pútín beiti vígvallarkjarnorkuvopnum en hann haldi áfram að gera það ólíklega. „Ég held því að við getum ekki gengið út frá því að hann muni ekki nota vopn af þessu tagi,“ sagði Bretton-Gordon.

Hann benti á að Pútín hafi sett Sergei Surovikin, sem er þekktur sem „Heimsendahershöfðinginn“, yfir rússneska herinn í Úkraínu. Surovikin stýrði áður rússneska hernum í Sýrlandi og er talinn bera ábyrgð á óhæfuverkum hans þar.

Bretton-Gordon sagði að þótt það væri „klikkun“ af hálfu Rússa að beita efnavopnum eða kjarnorkuvopnum þá verði að taka þá alvarlega.

„Nýlega umræða um „skítugar sprengjur“ er eitt það mikilvægasta sem við verðum að einblína á af því að Pútín hefur sagt að hann ætli að slökkva ljósin og skrúfa fyrir hitann í Úkraínu. Árásirnar síðustu daga hafa staðfest það. í upphafi stríðsins kom 60% af rafmagninu og hitanum frá kjarnorku. Ég hef miklar áhyggjur af að Rússar séu að tapa stríðinu og að Pútín hafi ekki efni á að tapa því,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að mesta hættan sé að slökkt verði á orkugjöfum og þar með kjarnorkuverum eins og Pútín hafi sagst ætla að gera. „Til að gera það verður hann að sprengja þau eða kveikja í þeim,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“