fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Segir að svona geti stríðið endað – Pútín steypt af stóli og Rússland gliðnar í sundur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 06:01

Rússnesksinnaðir Úkraínumenn fagna Rússum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur síðustu daga reynt að herða stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Hann ákvað að kalla 300.000 menn til herþjónustu og hefur haft í hótunum um að beita kjarnorkuvopnum. En þessum hamagangi er ætlað að leyna þeirri staðreynd að Rússar eru að tapa stríðinu.

Í umfjöllun MailOnline segir að Pútín sé örvæntingarfullur. Her hans sé í tætlum, bardagaáætlanirnar einnig og hann sé langt kominn með að eyða varaliðshermönnum sínum og nú sé vetur að fara að skella á. Á sama tíma haldi sigurganga úkraínska hersins áfram og hafi opnað leið Úkraínumanna til sigurs í stríðinu. Það veki upp spurninguna um hvað gerist ef Rússar tapa?

Alp Sevimlisoy, hjá hugveitunni Atlantic Council, ræddi við MailOnline um hvað geti gerst ef Rússar tapa stríðinu.

Hann sagði að Pútín muni ekki standa ósigur af sér og að Rússland geti gliðnað í sundur og Vesturlönd muni þá etja kappi við Kína um að hirða leifarnar.

Hann sagði að Vesturlönd verði að fara að byrja að undirbúa sig undir þessa sviðsmynd, að öðrum kosti muni það opna dyrnar fyrir Kínverja til að láta að sér kveða á svæðum eins og Síberíu, Miðasíu, Afríku og Suður-Ameríku þar sem þeir séu nú þegar komnir með tærnar inn fyrir þröskuldinn. Þeir muni sjá sóknarfæri þegar áhrif Rússa þverra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“

„Treysti því að sama fólki sé misboðið þegar foreldrið á myndinni útsetur önnur börn en sín eigin fyrir „umræðunni”“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“

Guðný vandar um við fjölmiðla, dómstóla og löggjafann með orðalag – „Þetta er alltaf ofbeldi“