fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Tékkneskur almenningur safnaði peningum til skriðdrekakaupa fyrir Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 14:32

Úkraínumenn fá svona skriðdreka af gerðinni T-72 frá tékkneskum almenningi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með fjársöfnun meðal tékknesks almennings hefur tekist að safna sem svarar til um 200 milljóna íslenskra króna. Verða peningarnir notaðir til að kaupa endurbættan T-72 skriðdreka sem verður fljótlega afhentur úkraínska hernum.

T-72 skriðdrekar eru frá tíma Sovétríkjanna en þessi hefur verið endurbættur þannig að varnarbúnaður hans hefur verið styrktur og nætursjónaukum hefur verið bætt í hann ásamt fullkomnum fjarskiptabúnaði.

Það var úkraínska sendiráðið í Prag sem hratt söfnuninni af stað á vefsíðunni www.zbraneproukrajinu.cz. Í gær höfðu 11.288 látið fé af hendi rakna að sögn Yevhen Perebyinis, varautanríkisráðherra Úkraínu.

Áfram verður haldið að safna fé og verður það notað til kaupa á skotfærum fyrir úkraínska herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“

Þingmaður segir að við séu búin að missa tökin – „Hvað vorum við að hugsa?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum