fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fréttir

Tékkneskur almenningur safnaði peningum til skriðdrekakaupa fyrir Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 14:32

Úkraínumenn fá svona skriðdreka af gerðinni T-72 frá tékkneskum almenningi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með fjársöfnun meðal tékknesks almennings hefur tekist að safna sem svarar til um 200 milljóna íslenskra króna. Verða peningarnir notaðir til að kaupa endurbættan T-72 skriðdreka sem verður fljótlega afhentur úkraínska hernum.

T-72 skriðdrekar eru frá tíma Sovétríkjanna en þessi hefur verið endurbættur þannig að varnarbúnaður hans hefur verið styrktur og nætursjónaukum hefur verið bætt í hann ásamt fullkomnum fjarskiptabúnaði.

Það var úkraínska sendiráðið í Prag sem hratt söfnuninni af stað á vefsíðunni www.zbraneproukrajinu.cz. Í gær höfðu 11.288 látið fé af hendi rakna að sögn Yevhen Perebyinis, varautanríkisráðherra Úkraínu.

Áfram verður haldið að safna fé og verður það notað til kaupa á skotfærum fyrir úkraínska herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Í gær

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka

Hörður hafnar með öllu ásökunum Haddar og ætlar í mál dragi hún orð sín ekki til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós

Tré rifnaði upp í stormi og viku seinna kom óhugnaður í ljós
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu

Fengu ekkert fyrir kröfur Omza gegn ÍAV – Sagt að hypja sig af verksvæðinu vegna tafa og galla á verkinu