fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Þetta eru merki um að Pútín sé að undirbúa beitingu kjarnorkuvopna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 06:59

Macron dælir fé í herinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað mun gefa til kynna að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sé að undirbúa notkun kjarnorkuvopna í Úkraínu?

Þessi spurning var lögð fyrir sérfræðinga í grein í tímaritinu the Atlantic.

Svör þeirra voru þessi:

Hótanir Pútíns og annarra rússneskra embættismanna um beitingu kjarnorkuvopna verða beinskeyttari

Pavel Podvig, sérfræðingur í málefnum tengdum rússneskum kjarnorkuvopnum, sagði að ráðamenn í Kreml muni aðeins íhuga að beita kjarnorkuvopnum ef Rússar verða fyrir árás sem ógnar tilvist landsins. Meðal slíkra árása gæti verið ef þau landsvæði í Úkraínu, sem Rússar „innlimuðu“ nýlega virðast vera að renna þeim úr greipum. Það getur að hans mati breytt afstöðu Pútíns og leitt til beinni hótana um beitingu þeirra.

Fullnaðarsigur Úkraínu og völd Pútíns í hættu

Matthew Kroening, sem starfaði hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu og leyniþjónustustofnunum í valdatíð Bush, Obama og Trump, sagði að ef rússneska elítan snýst gegn Pútín eða gagnrýni hann opinberlega geti Pútín fundist sem hernaðarlegar hrakfarir hans séu að snúast upp í algjörlega niðurlægjandi ósigur.  Þá gæti hann gripið til kjarnorkuvopna til að reyna að rísa upp, breyta gangi mála og sýna að hann sé sterkur leiðtogi.

Kjarnorkuvopn tekin úr geymslum

Sérfræðingar telja almennt að ef til þess kemur að Pútín beiti kjarnorkuvopnum þá verði um vígvallarkjarnorkuvopn að ræða. Áður en þau verða notuð þarf auðvitað að flytja þau úr geymslum og að vígvellinum. Engin merki hafa sést um slíkt enn sem komið er.

Hleranir

Ef Bandaríkjamenn hlera fjarskipti eða önnur samskipti Rússa, þar sem fram kemur að verið sé að undirbúa beitingu kjarnorkuvopna gætu þeir ákveðið að gera þær hleranir opinberar. Bandarískir embættismenn hafa fram að þessu sagt að þeir hafi ekki orðið varir við neitt slíkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“