fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Nýju loftvarnarkerfin eru „höfuðverkur fyrir Pútín“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 17:30

Þýsk og hollensk loftvarnarkerfi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn hefur fengið góðar fréttir síðustu daga. Bandalagsríki Úkraínu hafa ákveðið að senda fullkominn loftvarnarkerfi til landsins í kjölfar harðra árása Rússa á borgir í landinu. Hafa þeir látið stýriflaugum og öðrum flugskeytum rigna yfir borgirnar.

Nú þegar er Iris-T SML loftvarnarkerfi frá Þýskalandi komið til Úkraínu en það er eitt fullkomnasta loftvarnarkerfið sem til er í dag að sögn Karsten Marrup, yfirmanns loftaðgerðadeildar danska varnarmálaskólans. Í samtali við TV2 sagði hann að kerfið sé byggt upp á ratsjá sem geti séð flugskeyti mjög langt í burtu, stjórnstöð með þremur skotpöllum sem hver og einn tekur átta eldflaugar sem draga allt að 40 kílómetra.

Þegar kerfið er notað þá ákveður stjórnandinn hvenær skotið er og hversu mörgum skotum er skotið.

Marrup sagði að í ljósi þess hversu stórt land Úkraína sé, þá skipti eitt svona kerfi ekki miklu máli en eftir því sem fleiri loftvarnarkerfi berist til landsins þá fari þau að skipta máli.

Þjóðverjar höfðu keypt kerfið fyrir sig sjálfa en hafa ákveðið að gefa Úkraínu það og þrjú að auki en þau verða afhent á næsta ári.

Hann sagði að Iris-T SML breyti ekki miklu í stríðinu þegar horft sé á heildarmyndina en kerfin muni skipta máli. Hann sagði að Úkraína hefði ekki getað staðið sig svo vel í stríðinu, sem raun ber vitni, nema vegna vopnasendinga frá Vesturlöndum: „Það er að sjálfsögðu höfuðverkur fyrir Pútín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi

Lenti í óvæntu veseni eftir setu í stjórn foreldrafélags með háttsettum einstaklingi
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”
Fréttir
Í gær

Andrés sakfelldur fyrir nauðgun gegn stúlku undir 15 ára aldri – Brotaþoli gat lýst íbúðinni hans

Andrés sakfelldur fyrir nauðgun gegn stúlku undir 15 ára aldri – Brotaþoli gat lýst íbúðinni hans