fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Huginn tapaði meiðyrðamáli gegn finnskri barnsmóður sinni – „Þessi mál fara alla leið til Mannréttindadómstólsins“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. október 2022 09:52

Huginn Þór Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 27. september síðastliðinn kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í meiðyrðamáli sem barnabókahöfundurinn og bókaútgefandinn Huginn Þór Grétarsson höfðaði gegn finnskri barnsmóður sinni. Krafðist Huginn þess að 14 ummæli konunnar, sem flest innihalda ásakanir um meint andlegt ofbeldi hans, verði dæmd dauð og ómerk, auk þess krafðist hann fimm milljóna króna í miskabætur. Ummælin voru ýmist látin falla í viðtali konunnar við Stundina eða á Facebook.

Meiðyrðamál Hugins í kjölfar forræðisdeilu hans við barnsmóður sína hafa verið mikið í fréttum. Hann hefur þegar unnið fjögur meiðyrðamál fyrir héraðsdómi gegn fólki sem hefur kallað hann ofbeldismann í umræðum á samfélagsmiðlum, en einum af þessum fjórum dómum var þó snúið við í Landsrétti.

Meðal ummælanna 14 sem Huginn krafðist ómerkingar á voru eftirfarandi:

„Skömmu eftir komu mæðgnanna til landsins sá móðirin sig tilneydda að flytja ásamt barninu í C eftir að barnsfaðir hennar hótaði að taka af henni barnið og vegabréf þess“

„Fyrstu þrjár vikurnar var ég mjög hrædd því hann hringdi stöðugt í mig og sendi mér tölvupósta þar sem hann hótaði því að ef ég kæmi ekki með son okkar kæmu lögreglan og félagsmálayfirvöld og tækju hann af mér“

„… andlega óe ndanlega ofbeldisfullur aðili fer illa með mig, fær að […] leika skítugan leik og reynir auk alls þessa að ræna barn mitt móður sinni með því að ljúga augu og eyru utanaðkomandi full af skít. Grimmdin hefur engin mörk.“

Önnur ummæli og dóminn í heild má lesa hér.

Huginn telur ummælin fela í sér stórfelldar ærumeiðingar gegn sér enda hafi konan gert allt sem hún gat til að ummælin næðu til sem flestra. Segir hann svo stórfelldar ærumeiðingar gegn einum einstaklingi vera vandfundnar í íslenskri réttarsögu.

Konan segist hafa látið ummælin falla á eins varfærin hátt og henni var unnt og tilgangurinn hefði ekki verið að sverta æru Hugins.

Héraðsdómurinn sýknaði konuna af kröfum Hugins meðal annars á þeim forsendum að ummælin hefðu verið sett fram í góðri trú þar sem hún hefði verið að lýsa sinni upplifun og reynslu. Ummælin væru jafnframt innlegg í mikilvæga þjóðfélagsumræðu um stöðu foreldra og barna sem eigi erindi við almenning. Huginn hefði einnig sjálfur tekið þátt í umræðu um mál sín á opinberum vettvangi og það skerði einkalífsvernd hans.

Ætlar með málin alla leið

DV hafði samband við Hugin Þór vegna dómsins og aðspurður sagðist hann ætla að áfrýja til Landsréttar. Ef til þurfi muni hann ekki láta þar við sitja:

„Þessi mál fara alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu, ef til þarf,“ segir hann og bætir við að málið sem snúið var við í Landsrétti sé á leiðinni til MDE.

Huginn segist geta sannað að ummæli barnsmóður hans sem tekist var á um í Héraðsdómi séu ósönn. Nefni hann þar meðal annars símtalaskrá sem sanni að hann hafi aldrei hringt í konuna á því tímabili þar sem hún segir hann hafa ofsótt sig með símtölum, meðal annars.

„Ég hef afgerandi sannanir fyrir því að hún sé að skálda upp ásakanir. En dómarar eru komnir í metoo-fíling, trúa í blindni og segja þau ummæli hennar „ónákvæm“ sem ég get sannað eru ósönn.

Ljóst er að meiðyrðamálum Hugins Þórs Grétarssonar er hvergi nærri lokið.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi