fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fréttir

Biden segir að Pútín sé venjulega skynsamur en hafi misreiknað sig – Bandaríkin leita að „afrein“ fyrir hann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 10:00

Biden og Pútín hittust fyrir nokkrum árum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað viðkemur stríðinu í Úkraínu þá misreiknaði Pútín sig að mati Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Hann segist telja að Pútín sé venjulega skynsamur en hafi misreiknað sig illilega varðandi möguleikann á að hernema Úkraínu.

Þetta sagði Biden í viðtali við CNN í gær. „Ég held að hann sé skynsamur maður sem hafi misreiknað sig illilega,“ sagði Biden um Pútín.

Nýlega sagði Biden að bandarísk stjórnvöld væru að leita eftir „afrein“ fyrir Pútín svo hann geti dregið úr hernaðinum í Úkraínu áður en málin þróast þannig að gripið verði til gjöreyðingarvopna.

Í síðustu viku sendi Biden frá sér alvarlega aðvörun og sagði að hætta sé á „kjarnorkuheimsendi“. Þetta sagði hann á fundi Demókrata í New York. Þar lagði hann áherslu á að Pútín sé ekki að grínast þegar hann ræði um notkun kjarnorkuvopna eða efnavopna.

Í viðtalinu við CNN sagðist Biden telja að Pútín hafi vanmetið mótspyrnu Úkraínumanna: „Ég held að hann hafi talið honum yrði tekið opnum örmum og að móðir Rússland ætti heimili í Kyiv þar sem hann yrði boðinn velkominn. Ég held að hann hafi bara misreiknað sig,“ sagði Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða

Vínelskur og auralaus þjófur fór ítrekað út að borða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki

Síbrotamaður dæmdur fyrir að stela lyfjum og seðlum úr apóteki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“

HMS hefur greint hvers vegna nýjar íbúðir seljast illa – „Þær eru dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“

Eva Sóley: „Þegar einstaklingur fær stimpilinn „glæpamaður“ er erfitt að losna við hann“