fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Segir auknar líkur á að Pútín beiti kjarnorkuvopnum eftir því sem Úkraínumenn ná meira landi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. október 2022 11:32

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim mun meira landi, sem Úkraínumenn ná úr klóm rússneska innrásarliðsins, þeim mun meiri líkur eru á að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, grípi til kjarnorkuvopna.

Þetta er mat Arseniy Yatsenyuk, fyrrum forsætisráðherra Úkraínu. Í samtali við Sky News sagði hann að „blekkingar og lygar“ væru orðnir eðlilegir hlutir fyrir Pútín og þörf sé á „sterkum og djörfum“ aðgerðum gegn einræði hans.

Yatsenyuk sagði að flugskeytaárásir Rússa á Kyiv og fleiri borgir í gær hafi verið viðbjóðslegir stríðsglæpir sem Pútín og æðstu herforingjar hans hafi staðið fyrir ásamt þeim Rússum sem styðja Pútín.

Hann sagði einnig að Rússar séu að tapa á vígvellinum og hafi ekki reiknað með „sameinuðu“ svari Úkraínu og Vesturlanda við innrásinni.

Hvað varðar beitingu kjarnorkuvopna sagði Yatsenyuk að hann telji ekki útilokað að Pútín grípi til kjarnorkuvopna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“