fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Útiloka ekki að erlent ríki hafi staðið á bak við skemmdarverk á þýsku járnbrautunum á laugardaginn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. október 2022 10:00

Lest frá Deutsche Bahn. Mynd:Arne List/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mati frá þýsku sambandsríkislögreglunni kemur fram að ekki sé útilokað að erlent ríki hafi staðið á bak við skemmdarverk á merkjakerfi þýsku járnbrautanna á laugardaginn. Þá stöðvaðist nær öll lestarumferð um norðanvert landið.

Þetta kemur fram í hættumati sambandsríkislögreglunnar sem Bild hefur komist yfir.

Skemmdarverkin á merkjakerfinu voru unnin aðeins tveimur vikum eftir að göt voru sprengd á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslurnar í Eystrasalti.

Í samtali við Bild í gær varaði Carsten Breuer, sem er yfirmaður nýrrar deildar sem berst gegn hryðjuverkum, við árásum á þýska innviði. Hann sagði að hjá deildinni beinist sjónir fólks aðallega að „blönduðu stríði“. „Það er ástand sem ekki er hægt að skilgreina sem frið en heldur ekki sem alvöru stríð,“ sagði hershöfðinginn sem hefur alla hermenn í Þýskalandi undir sinni stjórn.

Hann stýrir nýju deildinni sem hefur bækistöðvar í Berlín og á að samhæfa aðgerðir hersins ef til náttúruhamfara eða árásar kemur.

Núna er það blandað stríð sem deildin hefur mestar áhyggjur af. Í því geta falist árásir á innviði, tölvuárásir eða drónaflug  yfir herstöðvum. „Sem sagt, litlar aðgerðir, sem hafa að markmiði að vekja óvissu meðal almennings og veikja traustið á yfirvöldum,“ sagði hann og bætti við að blandað stríð samanstandi oft af litlum aðgerðum.

En þrátt fyrir að sjónir margra beinist að Rússum þegar kemur að skemmdarverkum þessa dagana þá útiloka þýsk yfirvöld ekki að vinstrisinnaðir hópar geti hafa verið að verki. Þeir hafi lengi beint sjónum sínum að þýsku járnbrautunum því þær sjá um flutninga á jarðefnaeldsneyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“