fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Pútín setur hrotta yfir heraflann í Úkraínu – Hefur setið í fangelsi og talinn gjörspilltur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. október 2022 06:59

Sergey Surovikin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann heitir Sergey Surovikin og er 55 ára hershöfðingi. Á laugardaginn skipaði Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hann sem yfirmann „hinnar sérstöku hernaðaraðgerðar“ (eins og Pútín kýs að kalla innrásina í Úkraínu), og gefur þar með til kynna að herða eigi stefnuna og stríðsreksturinn.

Surovikin hefur setið í fangelsi tvisvar og er talinn bera ábyrgð á stríðsglæpum í Sýrlandi. Hann er sagður hrotti og gjörspilltur.

Flemming Splidsboel Hansen, sérfræðingur hjá Dansk Institut for Internationale Studier, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að skipun Surovikin sé merki um að nú eigi að söðla um í Úkraínu. Nú eigi mjög harðar týpur að vera við stjórnvölinn.

Hann sagði að Surovikin eigi að koma á ró innan hersins, þar sem ringulreið ríki, og svo vilji menn hafa mann við stjórnvölinn sem sé slétt sama um almenning og innviði.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa bent á Surovikin sem einn af þeim hershöfðingjum sem hjálpuðu stjórn Assad Sýrlandsforseta við að gera árásir á óbreytta borgara í Sýrlandi 2019 en þá var Surovikin yfirmaður rússneska heraflans þar í landi.

The Guardian segir að samkvæmt nýlegri greiningu breskra leyniþjónustumanna hafi komið fram að í rúmlega 30 ár hafi ferill hans einkennst af ásökunum um spillingu og grimmd.

Hann barðist í Sýrlandi, Afganistan og báðum stríðunum í Tjetjéníu og hefur að sögn oft særst. Hann hefur hlotið fjölda heiðursmerkja og hefur setið í fangelsi tvisvar.

1991 sat hann inni í sex mánuði eftir valdaránstilraun, sem er kennd við ágúst, gegn Mikhail Gorbatjov, forseta Sovétríkjanna, og 1995 fékk hann dóm fyrir ólöglega vopnasölu. Dómnum var síðar snúið við.

Í valdaránstilrauninni 1991 var hann kapteinn og yfirmaður skriðdrekadeildar sem var send út á götu í Moskvu til að reyna að halda aftur af almenningi sem barðist gegn valdaránstilrauninni. Margir hermenn neituðu að skjóta á mótmælendurna en Surovikin og hans menn óku í gegnum vegatálma og urðu þremur ungum mönnum, óbreyttum borgurum, að bana.

Í skýrslu frá bandarísku hugveitunni Jamestown Foundation segir að Surovikin hafi náð skjótum frama í rússneska hernum og sé þekktur fyrir „grimmd“. Hann hefur verið sakaður um að hafa lamið undirmenn sína og 2004 skaut ofursti sig á skrifstofu Surovikin eftir að hafa fengið holskeflu skamma yfir sig frá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði