fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Allir gasgeymar fullir í Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 08:32

Rússar hafa að mestu skrúfað fyrir gasstreymi til Evrópu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska orkustofnunin skýrði frá því í gær að allir gasgeymar landsins séu nú fullir. Mörg Evrópuríki hafa keppst við að fylla á gasgeyma sína fyrir veturinn til að vera óháð rússnesku gasi.

Samkvæmt tölum frá Gas Infrastructure Europe frá á mánudaginn voru evrópskir gasgeymar tæplega 90% fullir. Auk Frakklands voru gasgeymar í Belgíu og Portúgal fullir. Minnst er komið í geymana í Ungverjalandi, Búlgaríu og Lettlandi en þar voru þeir tæplega 80% fullir á mánudaginn.

Rússneska orku- og gasfyrirtækið Gazprom tilkynnti í gær að það muni hefja aftur afhendingu á gasi til Ítalíu í gegnum Austurríki. Gasstreymið til Ítalíu var stöðvað um helgina vegna þess að rekstraraðilar gasleiðslnanna í Austurríki vildu ekki leyfa rússnesku gasi að renna eftir þeim. En nú hafa Ítalir og Gazprom fundið lausn á þessu.

Fyrir innrás Rússa í Úkraínu kom 40% af því gasi, sem Ítalir nota, frá Rússlandi. Nú er hlutfallið komið niður í 10%. Ítalir fá nú megnið af gasi sínu frá Alsír og Norðurlöndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“