fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kremlverjar sagðir skjálfa af hræðslu – Kvíða föstudeginum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 05:56

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn verður Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sjötugur. Síðustu vikur hefur rússneska elítan að sögn skolfið af hræðslu vegna þessa.

Ástæðan er að fólk hefur áhyggjur af að Pútín dragi eitthvað fram úr jakkaerminni á þessum stóra afmælisdegi.

Reuters segir að þess sé vænst að hann ávarpi þing landsins á föstudaginn eða hugsanlega á fimmtudaginn og muni þá formlega lýsa því yfir að Rússland hafi innlimað fjögur úkraínsk héruð í Rússland.

The New European segir að vikum saman hafi fólk í Kreml óttast hvað gerist á föstudaginn. Að Pútín muni hugsanlega koma með einhverja tilkynningu varðandi stríðið.

Jakob Tolstrup hjá Árósaháskóla sérhæfir sig í rannsóknum á rússneskri utanríkispólitík. Í samtali við Ekstra Bladet sagði hann að það sé alls ekki víst að Pútín hafi í hyggju að varpa einhverri sprengju, frekar þvert á móti. „Ég held eiginlega að hann hafi spilað öllum spilunum sínum út fyrir afmælisdaginn sinn. Staða hans hefur veikst og ég held raunar að hann hafi þörf fyrir að beina athyglinni frá sjálfum sér. Pútín hefur alltaf virst vera sterkur maður og afkastamikill leiðtogi en hann er ekki þannig að hann leggi mikla áherslu á persónudýrkun,“ sagði Tolstrup.

Hann sagðist þó ekki reikna með að afmælið gleymist alveg. „Eins og með allt annað þá er mjög erfitt að spá fyrir um hvað Pútín hefur í hyggju. Sérstaklega núna,“ sagði hann og bætti við að Pútín sé óútreiknanlegur, óútreiknanlegri en nokkru sinni áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“