Kvartað var undan öskrandi, drukknu fólki á hóteli á Miðborgarsvæðinu. Einnig var kvartað undan tónlistarhávaða sem barst frá samkomusal í Miðborginni.
Í Kópavogi vaknaði íbúi fjölbýlishúss upp við þjófavarnarkerfi bíls sem var í bílageymslu. Lögreglan fór á vettvang og hafði samband við skráðan eiganda sem tók málið í sínar hendur.