fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FréttirMatur

Vissir þú þetta um sítrónur?

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 3. janúar 2022 18:16

Sítrónur eru stútfullar af c-vítamíni eins og aðrir sítrusávextir sem er einstaklega gott fyrir ofnæmiskerfi líkamans og verja hann gegn sýkingum./Ljósmynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við þekkjum öll sítrónur og vitum að þær eru vinsæll ávöxtur þó svo að fæstir neyti þeirra eintómra því þannig eru þær svo súrar að flestir leggja í ekki í þær. Sítrónur gefa samt afar frískandi bragð og börkurinn hentar afar vel í bakstur, eldamennsku, í ábætisrétti og marmelaði. Einnig er hægt að gera pikklaðar sítrónur sem eru mikið lostæti og hægt er að finna margar góðar uppskriftir sem þar sem sítrónur koma við sögu. Sítrónur eru stútfullar af c-vítamíni eins og aðrir sítrusávextir sem er einstaklega gott fyrir ofnæmiskerfi líkamans og verja hann gegn sýkingum.

Sítrónur og límónur hafa verið mikið notaðar í áranna rás til að bragðbæta drykki, sérstaklega gosdrykki, íste og í ýmsa áfenga drykki. Í Limoncello sítrónulíkjörinn sem kemur frá Suður Ítalíu eru aðeins notaðar sítrónur. Hann er sérstaklega ódýr í framleiðslu þar sem að í hann þarf aðeins vatn, sykur, sítrónur og alkóhól. Limoncello er einstaklega bragðgóður drykkur, sérstaklega sem eftirréttarvín og gleður bæði bragðlauka og auga. Drykkurinn er mjög vinsæll á Ítalíu og víðs vegar um heiminn.  Síðan er það ískalda vatnið með sítrónu sem er allra meina bót og einn vinsælasti heilsudrykkurinn síðastliðinn ár.

Þessi ferski sítrusávöxtur, sítrónan, fannst fyrst á Norður-Indlandi og barst síðar til Kína og þaðan til landa Miðjarðarhafsins og síðan urðu sítrónur útbreiddar um nánast alla Evrópu. Sítrónur þóttu mikil munaðarvara og fólk var tilbúið að skipta á dýrum kryddum og vandaðri vefnaðarvöru fyrir gullna eplið eins og sítrónan var kölluð árum áður. Sítrónur eru nú hluti af matarmenningu margra þjóða um allan heim og sérstaklega í löndum við Miðjarðarhafið. Fundist hafa heimildir um sítrónur hafi verið ræktaðar í Genúa á Ítalíu á miðri fimmtándu öld hvorki meira né minna.

Sítrónur eru mjög fjölhæfar og safinn úr þeim nýtist á marga vegu. Sítrónusafi er oft kreistur yfir ávexti sem búið er að brytja niður til að koma í veg fyrir að þeir verðir ólystugir og brúnir á litinn.  Sítrónur passa sérstaklega vel með hver kyns sjávarfangi, bæði sem bragðbætir og eru líka fallegar sem skraut þegar sjávarfang er borið fram.

Einnig hefur því verið haldið fram að með því að kreista sítrónusafa í hár þegar sólin skín, sé það góð leið til að lýsa hárið á fallegan og náttúrulegan hátt.

Loks má nefna að sítrónusafi er eitt af hinu náttúrulegu og umhverfisvænu hreinsiefnum sem völ er á.  Sítrónusafa má nota við heimilisþrifin og  sem dæmi er hann frábær til að þrífa spanskgrænu af kopar og sérstaklega ef það er langt síðan að hann hefur verið þrifinn. Þá er best að skera sítrónuna í tvennt og nota sárið til að nudda yfir flötinn sem þrífa á. Hægt er að fara þess leið með ýmsa málma sem þarf að hreinsa. Sítrónusafinn er svo sannarlega hæfileikaríkur og betri enn enginn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa