fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tveir ölvaðir ökumenn óku á í gærkvöldi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 06:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir ökumenn, sem eru grunaðir um ölvun við akstur, voru valdir að umferðaróhöppum í Reykjavík í gærkvöldi. Annar ók aftan á bifreið á Kringlumýrarbraut á tólfta tímanum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar fór á bráðadeild en hann var með verki í höfði og kálfa eftir ákeyrsluna. Flytja þurfti báðar bifreiðarnar á brott með dráttarbifreið.

Hinn ökumaðurinn velti bifreið sinni á Bústaðavegi á níunda tímanum. Enginn meiddist en bifreiðin og götuviti skemmdust. Bifreiðin var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið. Báðir ökumennirnir voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á málum þeirra.

Á áttunda tímanum í gær voru tveir menn handteknir í bifreið í Miðborginni. Þeir eru grunaðir um vörslu fíkniefna. Hald var lagt á meint fíkniefni. Mennirnir voru látnir lausir að skýrslutöku lokinni. Bifreið þeirra var ótryggð og voru skráningarnúmer hennar því fjarlægð.

Í Kópavogi hafði lögreglan afskipti af konu í íbúð hennar en mikla fíkniefnalykt lagði frá íbúð hennar. Konan afhenti meint fíkniefni.

Á tólfta tímanum var ekið á ljósastaur á Nýbýlavegi en ökumaðurinn stakk af frá vettvangi án þess að tilkynna um tjónið. Orkuveitunni var tilkynnt um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi