fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Fyrrverandi formaður SÁÁ ræðst harkalega á stjórnina – „Þetta fólk er nú að djöflast á Ara Matthíassyni sem er að vinna vinnuna sína hjá SÍ“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 13:57

Einar Hermannsson (t.v.) og Þórarinn Tyrfingsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ, sem féll í hallarbyltingu innan samtakanna árið 2020 og lét af formennsku, sendir stjórn SÁÁ tóninn, í nýrri Facebook-færslu. Tilefnið eru ásakanir Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að SÁÁ hafi innheimt tilhæfulausa reikninga fyrir oftalin viðtöl við sjúklinga, upp á 170 milljónir króna. Málið er komið inn á borð héraðssaksóknara.

SÁÁ sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kæra SÍ er hörmuð. Í yfirlýsingunni er kvartað undan framgöngu deildarstjóra eftirlitsdeildar SÍ, Ara Matthíassonar, en hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri SÁÁ:

„Framkvæmdastjórn SÁÁ harmar þann farveg sem málið er komið í. Af hálfu SÁÁ hefur verið reynt að skýra hvernig verklagi var háttað, en í bréfi Ara Matthíassonar, deildarstjóra eftirlitsdeildar SÍ, sem dagsett er 29. desember 2021 og birt er á visir.is, er ekki tekið tillit til þeirra skýringa.“

Þórarinn gagnrýnir SÁÁ harkalega fyrir þetta og segir:

„Framkvæmdastjórn SÁÁ starfsárið 2020-2021 er skipuð eftirtöldum:

Einar Hermannsson – Formaður

Héðinn Eyjólfsson

Anna Hildur Guðmundsson

Gróa Ásgeirsdóttir

Sigurbjörg A. Þór Björnsdóttir

Þráinn Farestveit

Sigurður Friðriksson – varaformaður

Frosti Logason

Svala Ísfeld Ólafsdóttir

Þetta fólk er nú að djöflast á Ara Matthíassyni sem er að vinna vinnuna sína hjá SÍ, nefna nafns hans og kenna honum óbeint um sín brot á lögum SÁÁ og landslögum“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Lést í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum
Fréttir
Í gær

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“