fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Herkvaðningin gerir göt á frásögn Pútíns – Víðsfjarri því að um sameinað Rússland sé að ræða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 05:40

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flokkur Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, heitir Sameinað Rússland. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur Pútín margoft lagt áherslu á mikilvægi þess að Rússar sameinist og nái fyrri stöðu á alþjóðvettvangi, sem stórt og öflugt ríki.

En það er fátt „sameinað“ yfir Rússlandi þegar myndir af rússneskum karlmönnum, sem reyna að flýja land til að komast hjá herkvaðningu, og mótmælum á götum úti birtast á vefsíðum fréttamiðla og á samfélagsmiðlum.  Það veitir ekki þá mynd að um „Sameinað Rússland“ sé að ræða.

Ákvörðun Pútíns um að kalla 300.000 karla til herþjónustu og senda þá á vígvöllinn í Úkraínu hefur orðið til þess að fleiri gagnrýnisraddir heyrast innanlands og andstaðan við Pútín hefur aldrei verið meiri en nú að mati tveggja sérfræðinga í málefnum Rússlands.

Niels Bo Poulsen, yfirmaður hjá danska varnarmálaskólanum, sagði í samtali við TV2 að eftir að stríðið hófst hafi Pútín verið meira úr tengslum við raunveruleika margra Rússa en nokkru sinni áður. Hann sagðist telja að þrátt fyrir að Pútín og hans fólk reyni að selja Rússum þá sögum að ráðist hafi verið á Rússland en ekki öfugt, þá séu ekki margir Rússar sem kaupi þá sögu.

Hann sagði að áróðursmaskína Pútíns hafi ekki staðið sig vel í tilraunum sínum til að sameina stríðið og það sem Pútín segir. Bilið þarna á milli fari sífellt vaxandi.

Jakob Tolstrup, lektor við stjórnmálafræðideild Árósaháskóla, sagði að mörg dæmi séu um að ekki sé að marka orð Pútíns. En þrátt fyrir að rússneskur almenningur viti þetta sé það ekki ávísun á að hann geti gert eitthvað í málinu því það getur kostað fólk langa fangelsisvist eða himinháar sektir. Skilaboð rússneskra stjórnvalda fram að þessu séu að þau berji alla mótstöðu niður.

Flestir hermannanna, sem eru sendir til Úkraínu, koma úr minnihlutahópum og héruðum þar sem atvinnuleysi er mikið, til dæmis frá Síberíu og Kákasus. Mannfallið í röðum þeirra er mikið.

Ef mannfallið eykst samhliða herkvaðningunni getur orðið erfitt fyrir Pútín að binda enda á stríðið því þeim mun meira mannfall, þeim mun meira þarf til að Rússar verði honum sammála um að stríðið hafi verið þess virði.

Spurningin er því hvort hverkvaðningin geti á endanum verið dauðadómur yfir Pútín og hugmyndum hans um að sameina Rússland og Úkraínu?

Tolstrup sagðist telja að Pútín hafi tekist að halda völdum svona lengi vegna vinsælda hans meðal almennings. Þessar vinsældir hafi byggst að því að hann hafi komið efnahagslífinu í gang og gert Rússland að stórveldi.  Trygging hans gegn valdaráni haf verið vinsældir hans meðal almennings en nú sé hann að saga síðustu greinina, sem heldur honum uppi, af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“