fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Úkraínumenn yfirgefa hernumdu svæðin til að þurfa ekki að berjast fyrir Rússland

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. september 2022 06:32

Rússneskur hermaður í Kherson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Úkraínumenn reyna þessa dagana að komast frá þeim svæðum í Úkraínu sem eru á valdi Rússa. Leppstjórnirnar á þessum svæðum segja að íbúar þeirra hafi samþykkt með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu að óska eftir að svæðin verði innlimuð í Rússland.

Þegar það verður gert, sem verður væntanlega á næstu dögum, munu karlmenn, sem búa á þessum svæðum, verða skyldugir til að gegna herskyldu í rússneska hernum. Margir þeirra óttast einmitt að þeir verði neyddir til að berjast með Rússum gegn löndum sínum og reyna því að sleppa frá þessum svæðum.

BBC segir að í nokkrum bæjum í Kherson séu rússneskir hermenn byrjaðir að ganga hús úr húsi til að skrá niður nöfn karlmanna sem í þeim búa. Segja íbúarnir að hermennirnir hafi sagt karlmönnunum að vera undir það búnir að verða kallaðir til herþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði