fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Segir að Sindri neiti öllum ásökunum um meint hryðjuverkaáform

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. september 2022 07:58

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Snær Birgisson, sem var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku, neitar að hafa verið að undirbúa hryðjuverk sem átti að beinast gegn Alþingi eða lögreglunni. Hann er sagður samvinnuþýður við rannsókn málsins og í yfirheyrslum.

Morgunblaðið hefur þetta eftir Ómari Erni Bjarnþórssyni, lögmanni Sindra. Hann sagði að handtakan í síðustu viku hafi farið friðsamlega fram. Lögreglan hafi verið með mikinn viðbúnað en Sindra hafi ekki verið skellt í jörðina eða beittur álíka tökum.

Ómar sagði að Sindri neiti sök og viðurkenni ekki að hafa verið að undirbúa hryðjuverk eða fjöldamorð og að hann kannist ekki við að vera í tengslum við erlenda öfgahópa. Hann hefur að sögn Ómars gefið lögreglunni upp aðgangsorð að síma sínum og tölvu.

Ómar sagðist reikna með að lögreglan fari fram á lengra gæsluvarðhald yfir Sindra en hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Ómar gagnrýndi einnig DV fyrir að birta nafn Sindra fyrir helgi. „Má ekki bíða með svona hluti?“ sagði hann og benti á að ákæra hafi ekki verið gefin út.

Hann sagði einnig að lögreglan hafi farið svolítið fram úr sjálfri sér á blaðamannafundinum í síðustu viku, miðað við á hversu viðkvæmu rannsóknarstigi málið sé.

Nánar er hægt að lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus