fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Pútín segir Rússland hafa hagnast á innrásinni en ekki tapað

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 06:59

Nú segist Pútín reiðubúinn til að semja um vopnahlé. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, sagði í gær að Rússland væri sterkara en áður í sinni sjálfstæðu stefnu sem myndi endurnýja áhrif landsins á alþjóðavettvangi. Hann sagði einnig að Rússland hafi hagnast, en ekki tapað, á að ráðast inn í Úkraínu.

Þetta sagði hann þegar hann ávarpaði árlega efnahagsráðstefnu í Vladivostok. Hann sagði að Rússland hafi ekki misst neitt í alþjóðlegri rimmu við Bandaríkin vegna Úkraínu.

Hann sagði hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ vera vendipunkt í sögunni. Vendipunkt þar sem Rússland hafi loksins sigrast á þeirri niðurlægingu sem landið varð fyrir í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna 1991.

Hann reyndi að leggja áherslu á mikilvægi nýrrar stefnu Rússlands hvað varðar aukið samstarf við Asíuríki og sagði að Vesturlönd dragist sífellt meira aftur úr en Asía sé framtíðin.

Þegar hann var spurður hvort Rússland hafi tapað einhverju á stríðinu við Úkraínu sagði Pútín að Rússland hafi sigrað og muni standa sterkara á eftir og ekkert muni geta hindrað landið í því sem það vill gera í framtíðinni. „Við höfum ekki tapað neinu og við munum ekki tapa neinu. Hvað varðar það sem við höfum unnið þá get ég sagt að það mikilvægasta er að fullveldi okkar hefur styrkst. Það er óhjákvæmileg afleiðing þess sem er að gerast núna,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn
Fréttir
Í gær

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði