fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn sagðir hóta að skjóta þá sem reyna að flýja frá Kherson

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 06:36

Rússneskur hermaður í Kherson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmenn úkraínska hersins segja að rússneski herinn hafi bannað almennum borgurum að flýja frá borginni Kherson í Kherson héraði og segi að hermenn muni „skjóta til að drepa“ ef fólk brýtur gegn þessu banni.

Sky News hefur eftir heimildarmönnum að það hafi færst í vöxt að íbúar borgarinnar reyni að flýja þaðan og er það rakið til sóknar úkraínska hersins í héraðinu en hann stefnir að því að ná borginni á sitt vald. Rússar náðu henni á sitt vald á fyrstu dögum stríðsins. Þetta er eina stóra borgin sem þeir hafa náð að leggja undir sig.

Eina leiðin frá borginni í ökutæki er með ferju yfir ána Dnipro. Ástæðan er að úkraínski herinn hefur sprengt allar brýr yfir ána til að loka birgðaflutningaleiðum Rússa.

Í tilkynningu frá úkraínska hernum í gær var gefið til kynna að ferjuleiðin sé nú lokuð. Segir að Rússar hafa bannað almennum borgurum að yfirgefa borgina í kjölfar harðra sprengjuárása úkraínska hersins og hóti að skjóta þá sem reyna að komast á brott.

Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað konur, börn og gamalt fólk við að flýja frá borginni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár

Framsóknarmenn vilja að veitt verði leyfi til að skjóta álftir – Hafa verið friðaðar í 112 ár
Fréttir
Í gær

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
Fréttir
Í gær

Sérsveitin send inn í ranga íbúð

Sérsveitin send inn í ranga íbúð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós