fbpx
Mánudagur 06.febrúar 2023
Fréttir

Söfnuðu peningum svo Úkraínumenn gætu keypt dróna – Nú hafa þeir keypt svolítið enn betra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 07:00

Tyrkneskur Bayraktar dróni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínskir sjálfboðaliðar efndu til fjársöfnunar fyrr á árinu svo her landsins gæti keypt þrjá Bayraktar dróna. Þeir áttu að fara til flughersins. Á nokkrum dögum söfnuðust sem svarar til um 2,5 milljarða íslenskra króna meðal Úkraínumanna um allan heim.

Peningarnir dugðu til að kaupa fjóra dróna en fyrirtækið sem framleiðir drónana, Baykar, tilkynnti þá að það myndi gefa Úkraínumönnum fjóra dróna. Þá var spurningin hvað átti að gera við alla peningana. Í rúman mánuð var því haldið leyndu en fyrir viku var skýrt frá því að úkraínska varnarmálaráðuneytið og stjórnendur söfnunarinnar hefðu keypt gervihnött og aðgang að gagnabanka finnska fyrirtækisins ICEYE fyrir peningana. TV2 skýrir frá þessu.

Gervihnötturinn gerir Úkraínumönnum kleift að fá gæðamyndir allan sólarhringinn, óháð veðri.

Karsten Marrup, yfirmaður flugherdeildar danska varnarmálaskólans, sagði í samtali við TV2 að þetta séu góðar fréttir fyrir Úkraínumenn. Nú hafi þeir aðgang að eigin gervihnetti og geti notað gögn frá honum samstundis þegar þörf krefur. Hann sagði að Rússar eigi svipaða gervihnetti og því muni Úkraínumenn ekki fá neitt forskot á Rússa með þessum kaupum. En þetta geri Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmar árásir úr langri fjarlægð og veiti þeim skjótan aðgang að gögnum um hvar eitt og annað sé að finna.

Samkvæmt samningnum við ICEYE þá fær úkraínski herinn gervihnöttinn og aðgang að gagnabanka með upplýsingum úr fjölda annarra gervihnatta. Mun herinn geta notað gagnabankana í rúmlega ár.

Gervihnötturinn flýgur yfir Úkraínu tvisvar á dag. Upplausn hans er frá hálfum og upp í einn metra, háð því svæði sem er verið að mynda hverju sinni. Þetta gerir að verkum að hægt er að sjá hertól í felulitum og greina hvað um er að ræða.

Úkraínumenn hafa nú þegar aðgang að gervihnöttum en þessi gervihnöttur veitir þeim nýja möguleika því vegna skriffinnsku geta liðið allt að 36 klukkustundir þar til myndir berast frá gervihnöttum samstarfsaðila landsins. Nú verða myndirnar aðgengilegar á nokkrum klukkustundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Zelenskyy sé öskureiður

Segir að Zelenskyy sé öskureiður
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Úkraína mun ekki nota ný langdræg flugskeyti sín til árása á rússneskt landsvæði

Úkraína mun ekki nota ný langdræg flugskeyti sín til árása á rússneskt landsvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt nötrar í Bandaríkjunum útaf kínverskum njósnaloftbelgjum – Kínverjar segja að um óhapp sé að ræða

Allt nötrar í Bandaríkjunum útaf kínverskum njósnaloftbelgjum – Kínverjar segja að um óhapp sé að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund ósátt við áhrifavalda – „Hér er verið að húkka far á okkar smartheitum“

Sigríður Hrund ósátt við áhrifavalda – „Hér er verið að húkka far á okkar smartheitum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Hversu galið er það að setja barn í þessa óvissu í miðri meðferð?“

„Hversu galið er það að setja barn í þessa óvissu í miðri meðferð?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður segir vændi hafa aukist samhliða kipp í ferðaþjónustu – „Ekkert eftirlit“

Lögreglumaður segir vændi hafa aukist samhliða kipp í ferðaþjónustu – „Ekkert eftirlit“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eru Danir að fara að leika sterkan leik til stuðnings Úkraínu?

Eru Danir að fara að leika sterkan leik til stuðnings Úkraínu?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Brúðkaupveislan breyttist í martröð eftir afdrifaríka ákvörðun brúðgumans á dansgólfinu

Brúðkaupveislan breyttist í martröð eftir afdrifaríka ákvörðun brúðgumans á dansgólfinu