fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ný alþjóðleg herferð til varnar fordæmalausri ógn við réttinum til mótmæla á heimsvísu

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fordæmalaus og vaxandi ógn steðjar að réttinum til að mótmæla um heim allan, að sögn Amnesty International sem ýtir nýrri herferð úr vör í dag til að sporna gegn tilraunum stjórnvalda til að grafa undan þessum grundvallarrétti. Þessi alþjóðlega herferð styður við herferð sem Íslandsdeild Amnesty International hóf í fyrra og ber heitið: Á mótmæla verða engar breytingar.

Víða um heim í löndum eins og Rússlandi, Srí Lanka, Frakklandi, Sengal, Íran, Níkaragva, hafa stjórnvöld gripið til aukinna ráðstafanna til að bæla niður skipulagða andstöðu. Mótmælendur vítt og breitt um heiminn mæta margvíslegum hindrunum. Má þar nefna að rétturinn til að mótmæla er víða takmarkaður með lagasetningum og öðrum aðgerðum, misbeitingu valds, auknu ólögmætu fjöldaeftirliti sem beinist gegn mótmælendum, lokunum og ritskoðun á netinu ásamt ofbeldi og útskúfun.

Á sama tíma sæta jaðarhópar mismunun og mæta enn frekari hindrunum.

Herferð Amnesty International, Án mótmæla verða engar breytingar, vekur athygli á því að vernda þurfi friðsöm mótmæli, nauðsyn þess að standa með þeim sem eru skotmark stjórnvalda og styðja hreyfingar sem berjast fyrir umbótum og mannréttindum.

„Á undanförnum árum höfum við orðið vitni að mörgum af stærstu mótmælahreyfingum síðustu áratuga. Black Lives Matter, MeToo og hreyfingar gegn loftslagsbreytingum hafa orðið milljónum einstaklinga um heim allan hvatning til að halda á götur úti eða á netið og krefjast jafnréttis, réttlætis, réttarins til að afla sér lífsviðurværis og þess krafist að bundið sé enda á kynbundið ofbeldi og mismunun. segir Agnès Callamard aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.

„Nánast undantekingarlaust hefur þessari bylgju fjöldamótmæla verið mætt með tálmunum og ofbeldi af hálfu stjórnvalda. Í stað þess að greiða fyrir réttinn til að mótmæla ganga yfirvöld sífellt lengra í tilraun sinni til að takmarka þennan rétt. Því ákváðu stærstu mannréttindasamtök í heimi, að hefja þessa herferð á þessum tímapunkti. Það er kominn tími til að rísa upp gegn valdhöfum og minna þá á óafsalanlegan rétt okkar til að mótmæla, tjá óánægju okkar og krefjast breytinga í sameiningu á frjálsan og opinberan hátt.“

Hertar aðgerðir

Ríkisstjórnir hafa brugðist við með lagasetningum þar sem ólögmætar takmarkanir eru settar á réttinn til að mótmæla. Í Bretlandi innihalda ný lög ákvæði sem veita lögreglu víðtæk völd, t.d. heimild til að banna „hávær mótmæli“. Frá árinu 2011 hefur legið bann við pólitískum mótmælum í miðborg Dakar í Senegal sem útilokar mótmæli nærri öllum opinberum byggingum stjórnvalda.

Ríkisstjórnir margra landa hafa í auknum mæli sett á neyðarlög sem fyrirslátt til að herða eftirlit með mótmælum. Þetta var áberandi þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst, til að mynda í Taílandi.

Skrímslavæðing mótmælenda

Stjórnvöld víða um heim réttlæta takmarkanir á mótmælum með þeim rökum að þau ógni allsherjarreglu og með því að draga upp mynd af mótmælendum sem „friðarspillum“, „óeirðarseggjum“ og jafnvel „hryðjuverkafólki“.

Með því að skrímslavæða mótmælendur hafa stjórnvöld víðs vegar réttlætt nálgun sem sýnir mótmælendum enga vægð. Stjórnvöld hafa innleitt og misbeitt óljósri og grimmilegri öryggislöggjöf, beitt þungvopnaðri löggæslu og gripið til margvíslegra aðgerða til að fæla fólk frá því að mótmæla. Þessi nálgun var sýnileg í Hong Kong þar sem þjóðaröryggislöggjöf og víðtækri skilgreiningu á „þjóðaröryggi“ hefur verið beitt að geðþótta.

Hervæðing lögreglu

Enda þótt stjórnvöld hafi lengi beitt hörku í löggæslu á mótmælum þá hefur harkan aukist enn frekar á undanförnum árum. Skaðaminni vopnum, eins og kylfum, piparúða, og gúmmískotum hefur ítrekað verið misbeitt af öryggissveitum og lögreglu. Frá því upp úr aldamótum hefur Amnesty International skrásett aukna hervæðingu í viðbrögðum stjórnvalda við mótmælum, meðal annars með beitingu herafla og hergagna.

Í löndum eins og Síle og Frakklandi eru öryggissveitir vel brynjaðar frá toppi til táar og hafa sér til stuðnings brynvarða bíla, herflugvélar, eftirlitsdróna, byssur og árásarvopn, auk sérstakra hljóðvopna sem geta valdið ógleði og skaðað heyrn.

„Herferð okkar kemur á hárréttum tíma. Stjórnvöld kappkosta að grafa undan þessum dýrmæta rétti okkar og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að berjast á móti þessari þróun,” segir Agnès Callamard.

Smelltu hér og kynntu þér rétt þinn til að mótmæla og taktu námskeiðið okkar endurgjaldslaust. Þú getur einnig skrifað undir þrjú mál einstaklinga á www.amnesty.is. Þeir hafa allir sætt mannréttindabrotum fyrir það eitt að nýta þennan sjálfsagða rétt sinn.

Alsír 13. mars, 2019. REUTERS/Ramzi Boudina
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi