fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Nágranni sá hinn grunaða leiddan burtu í handjárnum – „Ég myndi lýsa þessu sem harmleik sem gerist“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 5. júní 2022 12:43

Mynd/Google maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið manni að bana með barsmíðum í húsi að Barðavogi í gærkvöld var íbúi í húsinu. Hinn grunaði er fæddur árið 2001. Hinn látni er á milli fertugs og fimmtugs. Náin tengsl eru sögð hafa verið á milli mannanna.

DV náði sambandi við íbúa úr einu af næstu húsum. Sagðist hann ekki hafa orðið var við neitt fyrr en lögreglubíll kom að húsinu. Nágranninn sá hins vegar hinn grunaða leiddan burtu í handjárnum.

Íbúinn vildi lítið tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann áliti það vera mannlegan harmleik. „Ég varð ekki var við neitt fyrr en lögregla kom á vettvang.“ Maðurinn sagðist ekki hafa orðið við læti eða átök. „Þetta gekk mjög hljóðlega fyrir sig og engin átök eftir að löggan kom.“

„Ég gat séð að það var verið að fara burtu með strákinn.“ – Maðurinn staðfestir að hinn grunaði væri íbúi í húsinu. „Ég veit ekki hver aðdragandinn að þessu hefur verið en þetta er mjög sorglegt. Ég myndi lýsa þessu sem harmleik sem gerist.“

Íbúinn sagðist geta slegið því föstu að hinn grunaði hefði engin tengsl við undirheima. Hann gæti ekki fullyrt það um hinn látna, hafði ekki upplýsingar um það. Nágranninn sagðist lítið sem ekkert vita um hinn látna en lögregla hefur þegar veitt þær upplýsingar að hann sé á fimmtugsaldri. Nágranninn sagðist enga grein gera sér fyrir því hver gæti verið ástæða verknaðarins að öðru leyti en því að hann teldi þetta vera mannlegan harmleik.

Samkvæmt RÚV voru mennirnir nágrannar. Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að lögreglan var að minnsta kosti kölluð til tvisvar að húsinu í Barðavogi síðasta sólarhringinn áður en maðurinn fannst látinn þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala