fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Anna stígur fram í málverkamálinu – „Ég sýndi ekki tómlæti, ég var beitt ofbeldi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. maí 2022 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna S. Björnsdóttir, ljóðskáld og kennari á eftirlaunum, hefur átt í sárri og harðvítugri deilu við systkini sín um eignarhald á málverki eftir hinn látna meistara Kristján Davíðsson. Faðir systkinanna átti safn verka eftir Kristjáns og árið 1996, tveimur árum fyrir andlát sitt, lét hann rita upp eftir sig gjafaloforð þar sem hann skipti málverkunum á milli barna sinna fjögurra. Samkvæmt því loforði átti Anna S. Björnsdóttir að fá myndina Kommóða eftir Kristján Davíðsson.

Anna fékk hins vegar aldrei myndina en bróðir hennar, sem hafði hana í sinni vörslu, seldi hana, að sögn Önnu undir verðmati hennar.

Anna stefndi bróður sínum þar sem hún krafðist myndarinnar eða tæplega 2,5 milljóna króna, sem er verðið sem bróðir hennar seldi myndina fyrir. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku og féll hann Önnu í óhag. Féllst dómurinn á að samkvæmt gögnum hefði henni borið myndin en hún hafi sýnt tómlæti og ekki krafist myndarinnar fyrr en eftir að hún var seld, áratugum eftir lát föður systkinanna.

Sjá einnig: Fjölskyldan klofin – Erfingjar börðust um málverk fyrir dóm

Anna hafði samband við DV og vildi koma því á framfæri að það væri rangt í niðurstöðu dómsins að hún hafi sýnt fálæti í málinu: „Ég sýndi ekki fálæti, ég var beitt ofbeldi,“ segir Anna.

„Ég er þakklát fyrir að DV fjallaði um málverkið mitt. En það vantar inn í fréttina að systir mín, sem er lögfræðingur, og bróðir minn neituðu mér um að fá myndina. Það var logið að mér að ég ætti ekki myndina en ég reyndi að fá hana,“ segir Anna ennfremur.

„Bróðir minn keypti íbúð pabba og flutti inn í hana og ég komst aldrei að myndinni, mér var haldið frá henni og hún var falin fyrir mér.“

Anna segir að dómurinn sé afar slæmur en hún sé eignalaus og þurfi að hafa það í huga varðandi ákvörðun um að áfrýja til Landsréttar. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort dómnum verður áfrýjað.

„Þegar þetta gerðist var ég eignalaus og með fullt hús af börnum. En bróðir minn er moldríkur. Ég hef verið ekkja í 24 ár sem hefur þýtt að ég hef ekki haft tök á því að efnast. En ég vildi fá þessa mynd sem mér bar og ég var ekki að sækjast eftir peningunum heldur myndinni sjálfri. Þessi mynd var metin á fjórar milljónir en hann seldi hana á tvær og hálfa,“ segir Anna sem þessa dagana gerir upp hug sinn um hvað hvort hún ætlar að halda málarekstri áfram fyrir dómstólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT