fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Í framboði hjá Pírötum með 1,5 milljón króna sekt frá Persónuvernd á bakinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. maí 2022 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd hefur sektað fyrirtækið HEI – Medical Travel um 1,5 milljónir króna. Ástæðan er sú að starfsmaður fyrirtækisins á að hafa aflað netfanga fjölda lækna með því að skrá sig inn á vef Læknafélags Íslands með aðgangi læknis sem tengdur var starfsmanninum. Upp komst um málið þegar markpóstur frá fyrirtækinu var sendur á tiltekinn lækni sem fór að grafast fyrir um af hverju pósturinn var sendur til hans. Í kjölfarið sendi læknirinn kvörtun til Persónuverndar vegna starfshátta fyrirtækisins.

HEI – Medical Travel aðstoðar Íslendinga við að komast í fegrunar-, megrunar- og tannlæknaaðgerðir utan landsteinanna en stærsti eigandi fyrirtækisins er Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur, sem jafnframt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Guðjón er áhrifamaður innan Pírata en hann hefur setið í stjórn flokksins og gegnt formennsku í félagi flokksins í Reykjavík. Þá er hann faðir Dóru Bjartar, oddvita flokksins í Reykjavík, og er sjálfur í 31. sæti framboðslista flokksins í höfuðborginni fyrir komandi kosningar.

Niðurstaða Persónuverndar var sú HEI hefði ekki haft heimild til að afla sér netfangsins, skrá það, varðveita eða nota. Þá var jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að aðgangsbeiðni kvartanda hafði ekki verið afgreidd í samræmi við lög, en persónuupplýsingum hans var eytt eftir að aðgangsbeiðnin var lögð fram.

Eins og áður sagði á Persónuvernd að leggja 1,5 milljón króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið. Í úrskurðinum segir að við  ákvörðun sektarinnar var meðal annars horft til þess að þrátt fyrir að HEI hefði talið sér heimilt að nýta listann þá lægi ekkert fyrir í málinu sem sýndi fram á að fyrirtækið hefði gert athugasemdir við eða gengið úr skugga um að heimild stæði til öflunar netfanganna. Var brotið í öllu falli talið vera framið af stórfelldu gáleysi.

Úrskurð Persónuverndar má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi