fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
FréttirMatur

Lúxus chia grautur fullkomnar byrjunina á deginum

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 21. mars 2022 12:20

Hér er á ferðinni lúxus chia grautur sem kemur beint úr smiðju Berglindar Hreiðars matar- og lífsstílsbloggara hjá Gotterí og gersemar með meiru. MYND BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullkomið að byrja morgnana á góðri orku sem dugar vel út í daginn. Chia grautur er með því hollara sem hægt er að fá sér og svo er auðvita hægt að gera chia grautinn enn betri með lúxusblöndu ofan á. Hér er á ferðinni lúxus chia grautur sem kemur beint úr smiðju Berglindar Hreiðars matar- og lífsstílsbloggara hjá Gotterí og gersemar með meiru sem steinliggur.

Eins og Berglind segir sjálf er kókos- og möndlusmjörið er algjör hittari út á grautinn, berin síðan mjúk og sæt, kókosflögur og hnetur með smá kröns setja punktinn yfir i-ið, þetta allt saman er hreinlega fullkomin negla.

Það er lítið mál að útbúa chiagrautinn með fyrirvara og setja síðan „topping“ á hann þegar þú ert að fara að borða eða til að grípa með í nesti. Það má einnig skipta uppskriftinni niður í krukkur og geyma grautinn þannig þangað til þú ert tilbúin að borða hann. Ef þú ert með gott lok á boxin/krukkurnar sem þú notar má geyma tilbúinn chiagraut í 3-5 daga í ísskápnum svo það er fullkomið að hræra í nokkrar krukkur í einu.

Lúxus Chia grautur

Fyrir 4 skálar

Chia grautur

150 g Chia fræ

800 ml möndlumjólk

350 g kókosjógúrt

Hrærið öllu saman í skál og leyfið að standa í um 10 mínútur.

Hrærið þá aftur upp í blöndunni, setjið lok á skálina og geymið í kæli í að minnsta kosti 3 klukkustundir eða yfir nótt. Skiptið síðan niður í skálar og toppið með neðangreindum hugmyndum.

„Toppurinn“ á Chia grautinn

Rapunzel kókos- og möndlusmjör með döðlum eftir smekk

Rapunzel döðlusýróp eftir smekk

Brómber eftir smekk

Bláber eftir smekk

Banani, skorinn í sneiðar

Ristaðar kókosflögur

Saxaðir pistasíukjarnar

Smá saxað dökkt súkkulaði

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar